Fara í efni

Færsla ruslagáma á Raufarhöfn í gömlu síldarþrærnar.

Málsnúmer 201610144

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin veitti styrk til að byrja á því að laga til síldarþrærnar svo að þær gætu verið aðgengilegar fyrir þá sem hirða um ruslið. Styrkurinn er upp á 1,6 milljón sem er fyrir fyrri hluta framkvæmda. Styrkurinn var þó veittur með þeim fyrirvara að Norðurþing setti á framkvæmdaáætlun að klára framkvæmdina í ljósi þess styrks sem hefði komið í framkvæmdina.

Farið er á leit við framkvæmdanefndina að hún setji á framkvæmdaáætlun að klára þessa framkvæmd.
Framkvæmdanefnd samþykkir mótframlag sem nemur upphæð styrks við verkið.