Fara í efni

Félaginn bar í Félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn: Úttekt heilbrigðisfulltrúa

Málsnúmer 201611009

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 10. fundur - 16.11.2016

Fyrir framkvæmdanefnd liggur niðurstaða úttektar heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra á salernisaðstöðu í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og í beinu framhaldi að láta framkvæma lagfæringar á salernisaðstöðunni.

Framkvæmdanefnd - 21. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá verktaka í endurnýjun salerna í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.
Töluverð frávik eru frá því kostnaðarmati sem gert var í upphafi og fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá verktaka, en fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðast skuli í verkið út frá þeim forsendum sem nú liggja fyrir.
Áætlaður kostnaður við verkið skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2017.
Skv. framkvæmdaáætlun 2017 eru áætlaðar 5 milljónir í viðhald salernisaðstöðu í Hnitbjörgum.
Að öðru leiti er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.