Fara í efni

Borgarhólsskóli - Umferðaröryggi við sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201611085

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 8. fundur - 16.11.2016

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Þórgunnar R. Vigfúsdóttur um umferðaröryggi nemenda á leiðinni í og úr sundkennslu.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Þórgunnar og vísar erindinu til framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis starfsfólks Borgarhólsskóla sem hefur miklar áhyggjur af umferðaröryggi nemenda á leið í sundkennslu.
Óskað er eftir því að til móts við sundlaugina verði sett upp gönguljós, en að öðrum kosti að gangbrautarvörður tryggi öryggi nemenda á leið þeirra í sundkennslu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að gangbraut milli sundlaugar og íþróttasvæðis á þjóðvegi 85 verði færð til suðurs að gatnamótum Auðbrekku og Héðinsbrautar á Húsavík.
Þar verði sett upp gangbrautarljós hið fyrsta og Vegagerðin krafin um aðkomu að verkinu.
Framkvæmdafulltúa er falið að fylgja málinu eftir.