Fara í efni

Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík

Málsnúmer 201612112

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 200. fundur - 05.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands vegna aðkallandi húsnæðisvanda setursins á Húsavík.
Fyrir liggur erindi frá Háskóla Íslands þar sem greint er frá húsnæðisvanda rannsóknaseturs skólans á Húsavík. Háskólinn hefur misst íbúðarhúsnæði sem stofnunin hefur leigt og óskar liðsinnis sveitarfélagsins við úrlausn þessa. Byggðarráð metur starfsemi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands afar mikilvæga fyrir samfélagið, en ljóst er að öflug heilsársstarfsemi Háskólans byggir að miklu leyti á því að til staðar sé aðstaða fyrir starfsmenn og gestarannsakendur sem dvelja tímabundið á Húsavík. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita eftir endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings við Háskóla Íslands með úrlausn á þessum aðkallandi húsnæðisvanda að markmiði og jafnframt eflingu starfsemi Háskólans. Í þeim samningi verði útfærð útleiga til Háskólans á íbúðarrými í húsinu Túni, sem er í eigu Norðurþings. Stefnt verði að því að geta gert leigusamning sem uppfyllir þörf Háskólans og taki gildi eigi síðar en frá 15. apríl nk. Málinu ennfremur vísað til æskulýðs-, fræðslu- og framkvæmdanefnda til umfjöllunar að því leyti sem þær nefndir fara með starfsemi sem nú er starfrækt í Túni.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017

Byggðarráð tók fyrir erindi frá Rannssóknarsetri HÍ þann 5.janúar 2017 varðandi húsnæðisvanda setursins. Sveitarstjóra var falið að vinna að úrlausn málsins með það fyrir augum að leigja Tún til að hýsa nemendur og starfsmenn Rannsóknarsetursins. Í Túni er nú starfrækt félagsmiðstöð og frístundarheimili og fái Rannsóknarsetur HÍ afnot af húsinu mun það hafa áhrif á núverandi starfsemi í Túni.
Ef Rannskóknarsetur HÍ mun fá aðgang að Túni mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á þá starfsemi sem nú er í húsinu.
Mögulegt væri að veita Rannsóknarsetri HÍ aðgang að syðri hluta hússins og starfrækja Frístund og/eða félagsmiðstöð í nyrðri hluta hússins. Það mun þó þrengja að starfseminni í núverandi mynd enda eru 37 börn í frístundarvistun í Túni. Einnig er nyrðri hluti hússins og kjallari sárlega komin á tíma með viðhald og endurnýjun.

Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna greinargerð um mögulegar breytingar á starfsemi Túns og leggja fyrir fund Æskulýðs- og menningarnefndar í febrúar.

Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir umsögn Ungmennaráðs Norðurþings um hugsanlegan flutning félagsmiðstöðvarinnar Túns.

Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

Fræðslunefnd - 10. fundur - 18.01.2017

Byggðarráð tók fyrir erindi frá Rannssóknarsetri HÍ þann 5.janúar 2017 varðandi húsnæðisvanda setursins. Sveitarstjóra var falið að vinna að úrlausn málsins með það fyrir augum að leigja Tún til að hýsa nemendur og starfsmenn Rannsóknarsetursins. Í Túni er nú starfrækt félagsmiðstöð og frístundarheimili og fái Rannsóknarsetur HÍ afnot af húsinu mun það hafa áhrif á núverandi starfsemi í Túni. Fræðslunefnd er ætlað að skoða hvort starfsemi frístundaheimilis megi koma fyrir í Borgarhólsskóla.
Selmdís Þráinsdóttir forstöðumaður frístundaheimilisins í Túni sat fundinn undir þessum lið. Hún benti á að nú væru 37 börn í frístund og gera megi ráð fyrir fjölgun í kjölfar framkvæmda á Bakka. Þá væru nýsamþykkt lög sem krefja sveitarfélög um að bjóða öllum yngri börnum grunnskóla vistun á frístundaheimili. Ekki fylgir löggjöfinni markmið eða leiðir fyrir frístundaheimili. Selmdís sinnir einnig starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvar unglinga og telur að samnýting á húsnæði við frístund henti mjög vel þar sem einnig megi samnýta starfsfólk og leiktæki t.d. Málið var einnig á dagskrá æskulýðs- og menningarnefndar þar sem íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að vinna greinargerð um mögulegar breytingar á starfsemi Túns og leggja fyrir fund Æskulýðs- og menningarnefndar í febrúar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir því við íþrótta-og tómstundafulltrúa að fá að taka þátt í vinnu við greinargerðina og leggja fyrir febrúarfund fræðslunefndar.

Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort veita skuli Háskóla Íslands aðgang að húsnæði í eigu sveitarfélagsins til leigu.
Sú hugmynd hefur komið upp að leigja Tún undir Háskólann, en taka þarf afstöðu til þess hvort aðrir og betri möguleikar séu fyrir hendi.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar til niðurstaða liggur fyrir innan stjórnsýslunnar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 8. fundur - 14.02.2017

Á 7. fundi Æskulýðs- og menningarnefndar þann 17.janúar síðastliðin var Íþrótta- og tómstundarfulltrúa falið að vinna greinargerð um mögulegar breytingar á starsemi Túns til að hægt sé að veita Rannsóknarsetri HÍ aðgang að húsinu.
Greinargerðin er lögð fram til kynningar.
Fyrir nefndinni liggur fyrir að taka afstöðu til mögulegra breytinga á starfsemi frístundar.
Æskulýðs- og menningarnefnd fer þess á leit við fræðslunefnd að frístund verði fundinn staður innan veggja Borgarhólsskóla frá og með haustönn 2017 svo framarlega sem starfsemin hafi sitt eigið rými innan skólans.

Varðandi ósk byggðarráðs um að leigja Rannsóknarsetri HÍ Tún er ekki hægt að taka afstöðu til þeirrar beiðni fyrr en framangreind leið hefur verið könnuð til hlítar.

Nefndin felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

Málinu er vísað til fræðslunefndar.

Fræðslunefnd - 12. fundur - 08.03.2017

Æskulýðs- og menningarnefnd fer þess á leit við fræðslunefnd að frístund verði fundinn staður innan veggja Borgarhólsskóla frá og með haustönn 2017 svo framarlega sem starfsemin hafi sitt eigið rými innan skólans.
Fræðslunefnd sér það ekki sem vænlegan kost að færa starfssemi frístundar í Borgarhólsskóla þar sem erfitt er að finna starfsseminni eigið rými innan veggja skólans.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017

Fræðslunefnd Norðurþings tók málið til umfjöllunar á fundi sínum þann 8.mars síðastliðin. Áður hafði Æskulýðs- og menningarnefnd farið þess á leit við fræðslunefnd að frístund yrði fundinn staður innan veggja Borgarhólsskóla frá og með haustönn 2017 svo framarlega sem starfsemin hafi sitt eigið rými innan skólans.
Á fundi fræðslunefndar þann 8.mars sl. var eftirfarandi bókað:
,,Fræðslunefnd sér það ekki sem vænlegan kost að færa starfssemi frístundar í Borgarhólsskóla þar sem erfitt er að finna starfsseminni eigið rými innan veggja skólans."
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða aðra húsnæðismöguleika fyrir starfsemi frístundar. Kanna skal möguleika með nýtingu á íþróttahöllinni á Húsavík og aðra möguleika í Borgarhólsskóla.
Jafnframt felur nefndin Íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma með tillögu að breytingu á frístundarstarfi með fjölbreytt starf í huga sem tvinnar saman; hreyfingu, útivist, sköpun og frjálsan leik.

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Í janúar á þessu ári barst erindi frá Háskóla Íslands vegna húsnæðisvandræða á Húsavík. Erindið var tekið fyrir og eftirfarandi bókað:

"Fyrir liggur erindi frá Háskóla Íslands þar sem greint er frá húsnæðisvanda rannsóknaseturs skólans á Húsavík. Háskólinn hefur misst íbúðarhúsnæði sem stofnunin hefur leigt og óskar liðsinnis sveitarfélagsins við úrlausn þessa. Byggðarráð metur starfsemi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands afar mikilvæga fyrir samfélagið, en ljóst er að öflug heilsársstarfsemi Háskólans byggir að miklu leyti á því að til staðar sé aðstaða fyrir starfsmenn og gestarannsakendur sem dvelja tímabundið á Húsavík. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita eftir endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings við Háskóla Íslands með úrlausn á þessum aðkallandi húsnæðisvanda að markmiði og jafnframt eflingu starfsemi Háskólans. Í þeim samningi verði útfærð útleiga til Háskólans á íbúðarrými í húsinu Túni, sem er í eigu Norðurþings. Stefnt verði að því að geta gert leigusamning sem uppfyllir þörf Háskólans og taki gildi eigi síðar en frá 15. apríl nk. Málinu ennfremur vísað til æskulýðs-, fræðslu- og framkvæmdanefnda til umfjöllunar að því leyti sem þær nefndir fara með starfsemi sem nú er starfrækt í Túni."

Nú liggur fyrir að núverandi húsnæði sem rannsóknarsetrið fékk til afnota að Iðavöllum er á leið í aðra notkun á vegum sveitarfélagsins, þ.e. nýja aðstöðu fyrir leikskólann Grænuvelli. Tilfærsla og uppbygging nýrrar aðstöðu Frístundar er fyrirhuguð í íþróttahöllinni á Húsavík. Syðri endi Túns, húseignar Norðurþings við Miðgarð myndi henta vel til að leysa húsnæðisvanda rannsóknarsetursins.
Byggðarráð telur starfsemi Háskóla Íslands afar mikilvæga í samfélaginu. Byggðarráð leggur til að rannsóknarsetrinu verði boðinn syðri hluti hússins Túns til leigu. Fyrir liggur tillaga Háskóla Íslands um verðhugmynd fyrir leigu en ekki samkomulag. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi samkvæmt umræðum á fundinum. Gert verði ráð fyrir tímabundnum samningi um húsnæðið með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Drög að samningi verði lögð fyrir Byggðarráð.


Soffía Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:


"Nú er ráðgert að hækka fermetraverð á félagslegu húsnæði íbúa Norðurþings í 1.400 kr. í fjárhagsáætlunar ársins 2018. En nú óskar ríkið eftir fyrir hönd Rannsóknarseturs Háskóla Íslands að leigja 160 fermetra hluta af eign sveitarfélagsins, Tún, á 120.000 á mánuði með rafmagni og hita. Ef sama fermetraverð yrði til háskólans og verður til félagslegra íbúða í sveitarfélaginu, ætti leigan á mánuði að vera 224.000 án rafmagns og hita. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir börn og unglinga sveitarfélagsins en sú starfsemi hefur verið flutt annað.
Sveitarfélagið á að auglýsa eignina til leigu og taka hæsta tilboði, fyrst búið er að taka ákvörðun um að húsnæðið skuli ekki nýtast til félagsstarfsemi og dagvistun barna og unglinga á Húsavík."