Breytingar á mannvirkjalögum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201803014
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018
Samband Íslenskra Sveitarfélaga hefur sent minnisblað á sveitarfélögin vegna frumvarps til breytinga á Mannvirkjalögum. Þar eru viðraðar tillögur að mildun krafna um faggildingu í byggingareftirliti. Telja má verulegar líkur á að víðtæk faggildingarkrafa frá og með næstu áramótum muni þýða umtalsvert aukin útgjöld bæði fyrir byggingaraðila og sveitarfélög.
Nefndin telur rétt fella niður faggildingarkröfuna eða ella miða hana við tiltekna stærð og vandastig mannvirkjagerðar. Þannig verði byggingarfulltrúum sveitarfélaga gert kleift að sinna hefðbundnu eftirliti sínu, a.m.k. vegna minni framkvæmda, án aðstoðar faggiltrar skoðunarstofu. Ef ekki verður dregið úr faggildingarkröfum í lögum eru líkur til þess að fljótlega eftir næstu áramót skapist ófremdarástand vegna yfirferða séruppdrátta og úttekta enda ósennilegt að áformaðar markaðslausnir muni mæta þeirri eftirspurn sem vissulega mun verða. Í þeirri fákeppni sem mun skapast komi faggildingarkrafan inn af fullum þunga um áramót mun eftirlitskostnaður að líkindum hækka umtalsvert, þvert ofan í umræður um lækkun byggingarkostnaðar.