Tillaga Umhverfisstofnunar að friðlýsingu háhitasvæðis í Gjástykki til kynningar
Málsnúmer 201907094
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019
Umhverfisstofnun vinnur nú að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar. Norðurþingi hefur verið send formlega til umsagnar tillaga að friðlýsingu Gjástykkis sem er að hluta innan Norðurþings og í eigu sveitarfélagsins. Með erindi fylgir tillaga að afmörkun verndarsvæðis frá Einbúa í vestri, Gæsafjöllum í suðvestri, Hrútafjöllum í austri og hraunjaðri í norðri.
Óskað er eftir að athugasemdum verði skilað eigi síðar en 30. október 2019.
Óskað er eftir að athugasemdum verði skilað eigi síðar en 30. október 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins.