Fara í efni

Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara

Málsnúmer 202311102

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023

Lagt er til við fjölskylduráð að gera könnun á þjónustu við eldri borgara Norðurþings, hvernig eldri borgarar meta þjónustuna sem verið að veita af hendi sveitarfélagsins er tengist lögboðnu félagsstarfi m.t.t. þess hvernig hægt er að bæta þjónustuna.
Fjölskylduráð samþykkir að gera könnun meðal eldri borgara og að könnunin fari fyrst fram meðal eldri borgara á Húsavík.

Félagsmálastjóra er falið að leita tilboða í framkvæmd könnunarinnar, gera drög að könnuninni og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar verðtilboð í framkvæmd könnunar á þjónustu Norðurþings við eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir að taka tilboði Þekkingarnets Þingeyinga og felur félagsmálastjóra að vinna að framkvæmd könnunarinnar.