Fara í efni

Fjölþætt heilsuefling 65

Málsnúmer 202404010

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 182. fundur - 09.04.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Janusi Guðlaugssyni PhD-íþrótta- og heilsufræðing þar sem kannaður er áhugi sveitarstjórnar á að fá kynningu á verkefni þeirra; Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum með fyrirhugaða innleiðingu í huga. Verkefnið er byggt á doktorsverkefni undirritaðs, Janusar Guðlaugssonar; Multimodal Training Intervention? An Approach to Successful aging en þróað áfram sem tveggja ára heilsueflingargrunnur auk möguleika á áframhaldandi þátttöku fyrir eldri aldurshópa. Heilsufarsmælingar hafa verið fastur þáttur verkferlum verkefnis og fært okkur aukna þekkingu um stöðu þátttakenda hverju sinni.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa kynningarfund á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65.