Fara í efni

Aðstaða áhaldahúss og þjónustumiðstöðvar að Höfða 1.b

Málsnúmer 202404011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu varðandi umbótaáætlun fyrir þjónustustöðina á Húsavík.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að Norðurþing semji við Orkuveitu Húsavíkur um afnot af húsnæði Orkuveitunnar að Höfða 13, þegar starfsemi Orkuveitunnar færist þaðan í haust samkvæmt áætlun. Núverandi starfsmannaaðstaða þjónustumiðstöðvar er óviðunandi líkt og fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins frá 29.desember 2023 en þar er gerð krafa um úrbætur og gerð úrbótaáætlunar fyrir 1. maí 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Orkuveituna um afnot af Höfða 13 og kynna fyrir ráðinu drög að samningi þegar hann liggur fyrir.