Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi fyrir Röndina fiskeldi

Málsnúmer 202404064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Tillagan felur í sér nýja vegtengingu inn á eldissvæðið sem tengist þjóðvegi gegnt Kotatjörn. Markmið með breytingu deiliskipulagsins er að draga úr umferð stóra ökutækja í gegn um byggðina á Kópaskeri og jafnframt að létta umferðarálagi af Röndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagsbreytinguna samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.