Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi og breytta skráningu á Vogar Fundarhús

Málsnúmer 202404090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024

Bjarni Jónsson óskar leyfis til breytinga á Vogum Fundahúsi í Kelduhverfi. Gengið er út frá að húsið verði skráð sem einbýlishús. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni, byggingarfræðingi hjá Faglausn. Ennfremur er þess óskað að húsið fái heitið Vatnshús.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytta notkun hússins og nýtt heiti. Byggingarfulltrúa er heimilað að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.