Fara í efni

Laust er starf Forstöðumanns Borgarinnar frístundar/lengdrar viðveru

Forstöðumaður ber ábyrgð á faglegu starfi og umsjón með daglegum rekstri s.s. skipulagi hópastarfs, skráningu barna, samskiptum við starfsmenn, foreldra og samstarfsaðila.

Unnið er samkvæmt hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og eru einkunnar orð starfsins virðing, vellíðan og virkni.

Starfið felur í sér umsjón með skipulagningu hópastarfs og daglegu starfi frístundar og skammtímadvalar. Ábyrgð á faglegu starfi og samskiptum við foreldra,íþróttafélög vegna íþróttaæfinga og innkaupum fyrir frístund. Umsjón með gerð starfsáætlunar. Umsjón með starfsmannahaldi frístundar og daglegan rekstur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leitað er eftir Þroksaþjálfa en til greina kemur að ráða starfsmann með Háskólamenntun
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum
  • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu.
  • Hæfni í samskiptum, frumkvæði og sköpunargleði nauðsynleg.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða 100% starf.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir  skulu berast Hróðnýju Lund félagsmálastjóra á netfangið hrodny@nordurthing.is 

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Hróðný Lund eða Tinna Ósk Óskarsdóttir í síma 4646100.

Umsóknarfrestur er til og með 29. september

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.