Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf ráðgjafa í félagsþjónustu

Ráðningu í starf ráðgjafa í félagsþjónustu er nú lokið og hefur Sigrún Edda Kristjánsdóttir verið ráðin í starfið.

Sigrún Edda er fædd og uppalin á Húsavík. Hún útskrifaðist með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2016. Þá lauk hún MS í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2020 og diplómu í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri árið 2023.
Sigrún Edda hefur starfað með einstaklingum með langvarandi stuðningsþarfir í 3 ár og með því öðlast mikilvæga reynslu. Hún hefur auk þess starfað sem kennari í eitt ár og verið aðstoðarkennari við Háskólann á Bifröst.

Sigrún Edda tekur við starfinu af Láru Björgu Friðriksdóttur frá og með 6. ágúst.
Norðurþing býður Sigrúnu Eddu velkomna til starfa á nýjum vettvangi innan Félagsþjónustu Norðurþings.