Fara í efni

Viðbrögð í vá

Neyðarstjórn sveitarfélagsins er skipuð sveitarstjóra, slökkviliðsstjóra og fjármálastjóra.

Stjórnin fundar reglulega og fer yfir hlutverk sitt. Þannig erum við frekar tilbúin ef vá af einhverju tagi steðjar að sveitarfélaginu.
Fyrir íbúa og fyrirtæki í Norðurþingi er gott að vera meðvituð um þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir okkar svæði:

Um er að ræða t.d.

  • Viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls
  • Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra
  • Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu
  • Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra
  • Viðbragðsáætlun vegna hvalaskoðunarbáta og annarra skipa á Skjálfanda

Hér er að finna hlekk á viðbragðsáætlanir Almannavarna