Fara í efni

Fréttir

Opnun tilboða í hjúkrunarheimilið

Opnun tilboða í hjúkrunarheimilið

Í dag kl. 13 var opnunarfundur hjá Ríkiskaupum vegna útboðsins Hjúkrunarheimili á Húsavík. Ekkert tilboð barst í verkið.
27.11.2023
Fréttir
Skrifborðsæfing vegna náttúruvár

Skrifborðsæfing vegna náttúruvár

Slökkviliðsstjóri Norðurþings kallaði nokkra lykilstarfsmenn sveitarfélagsins og Orkuveitu Húsavíkur, í viðbragði við vá, til skrifborðsæfingar sl. föstudag. Markmiðið var að greina annmarka og tíma á endurreisn eftir mögulega vá í sveitarfélaginu
27.11.2023
Fréttir
Starf félagsmálastjóra Norðurþings laust til umsóknar

Starf félagsmálastjóra Norðurþings laust til umsóknar

Starf félagsmálastjóra Norðurþings laust til umsóknar
24.11.2023
Tilkynningar
Sigþór Orri í atvinnu með stuðningi

Vilt þú opna fyrirtækið þitt fyrir fólk með sértækar stuðningarþarfir?

Hingað til hafa allir, sem hafa haft áhuga á, á aldrinum 18-67 með fötlun og/eða skerta starfsgetu komist inn í atvinnu með stuðningi (AMS) á almennum vinnumarkaði hér í Norðurþingi. Það er frábært að geta skarað fram úr á þessu sviði og verið til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög þegar kemur að atvinnumálum fatlaðra. Síðustu mánuði hefur hinsvegar verið erfitt að finna atvinnu fyrir þá aðila sem eru að óska eftir vinnu.
24.11.2023
Tilkynningar
Spennistöð og hraðhleðslustöðvar í miðbæ Húsavíkur

Spennistöð og hraðhleðslustöðvar í miðbæ Húsavíkur

Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir jarðraski við Vallholtsveg. Það er tilkomið vegna vinnu Rarik við að koma niður dreifistöð við Ketilsbraut, út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9.
23.11.2023
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, á degi íslenskrar tungu, verður eftirfarandi viðburður á bókasafninu á Húsavík.
16.11.2023
Fréttir
Mynd: vefsíðan unsplash

Sýnum ábyrgð og eflum eldvarnir

Slökkviliðsmenn leggja sitt af mörkum í því að fræða börn og fullorðna um eldhættu á heimilum og viðbrögð við þeim.
16.11.2023
Fréttir
Íbúar og eigendur húsnæðis í Norðurþingi

Íbúar og eigendur húsnæðis í Norðurþingi

Sveitarstjórn og íbúar Norðurþings senda íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur og samhug en Grindvíkingar takast nú á við erfitt verkefni sem allir vonuðu að kæmi ekki til
12.11.2023
Fréttir

Ný vefsíða Norðurþings

Velkomin á nýja vefsíðu Norðurþings. Á nýju vefsíðunni má finna ýmsar nýjungar sem nýtast íbúum sveitarfélagsins
08.11.2023
Fréttir
Góðverk á jólum

Góðverk á jólum

Aðstaða sumra barna eru þannig að þau eiga ekki von á jólagjöfum um jólin. Góðverk á jólum er samfélagslegt verkefni íbúa svæðisins, Húsavíkurstofu, Sjóvár og Sparisjóðs s-þingeyinga. Verkefnið er eyrnamerkt barnafjölskyldum sem þurfa að þiggja aðstoð frá Velferðarsjóði þingeyinga fyrir jólin. Í gegnum sjóðinn sér þetta samfélagslega verkefni leið til þess að aðstoða foreldra í erfiðri aðstöðu fjárhagslega til að kaupa gjöf fyrir sitt barni.
02.11.2023
Fréttir
Deiliskipulag íbúðarsvæði Í1, Norðurbrekkur í Norðurþingi

Deiliskipulag íbúðarsvæði Í1, Norðurbrekkur í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 28. september 2023 að kynna skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 40. og 41. greina skipulagslaga nr.123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði Í1, Norðurbrekkur á Húsavík.
23.10.2023
Fréttir
Mynd: GH/Arkís

Hjúkrunarheimili á Húsavík - Útboð

Ríkiskaup og framkvæmdasýslan- Ríkiseignir (FSRE), KT. 510391-2259, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps óska eftir tilboðum í verkið: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
20.10.2023
Tilkynningar