Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

79. fundur 15. ágúst 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 242. og 243. fundar Eyþings til kynningar. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Eyþing, ósk um samþykki fyrir yfirdráttarheimild vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 201308014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eyþingi þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga fyrir yfirdráttarheimild vegna almenningssamgagna. Í erindinu er vísað til 1. dagskrárliðar meðfylgjandi fundargerðar stjórnar Eyþings frá 17. júlí s.l. um þann rekstrarvanda sem við er að etja í almenningssamgöngum á vegum Eyþings. Til að hægt verði að standa við samninga við verktaka er gert ráð fyrir að hægt verði að lána það sem upp á vantar í greiðslum 25. júlí og 10. ágúst af sjóðum Eyþings. Samtals áæltað um 6 mkr.Eins og fram kemur í fyrrnefndri fundargerð verður leitað eftir því að fá aukið fjármagn til verkefnisins. Þar sem gera má ráð fyrir að einhver tími fari í viðræðum um aukið fjármagn er nauðsynlegt að leita eftir heimild sveitarfélaganna fyrir yfirdráttarláni hjá Sparisjóði Höfðhverfinga. Áætluð þörf er allt að 10 mkr. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til svör frá innanríkisráðuneytinu liggja fyrir vegna hallareksturs á almenningssamgöngum á starfsvæði Eyþings.

3.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 115. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Jenný Lára Arnórsdóttir, ósk um aðstöðu vegna leiksýningar

Málsnúmer 201308015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jenný Láru Arnórsdóttir þar sem óskað er sýningaraðstöðu fyrir leiksýningu sem hún vinnur að. Handrit að leiksýningunni er byggt upp á ástarsögum Þingeyinga frá seinustu öld. Ætlunin er að sýna sýninguna einu sinni í hverju sveitarfélagi. Jenný Lára óskar eftir að fá styrk sem felst í endurgjaldslausri sýningaraðstöðu fyrir eina sýningu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fræðslu- og menningarnefndar.

5.Jón Ketilsson, ósk um leyfi til að koma upp æðarvarpi í hólmanum í höfninni á Raufarhöfn

Málsnúmer 201308011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jóni Ketilssyni þar sem óskað er eftir leyfi til að koma upp æðavarpi í hólmanum við höfnina á Raufarhöfn. Í hólmanum verpir nú nær eingöngu vargfugl, sem verið hefur þar óáreittur og þarf að byrja á því að eyða honum. Bréfritari hefur alist upp við æðavarp og telur sig hafa þá þekkingu sem til þarf. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

6.Norðurlax, aðalfundarboð

Málsnúmer 201308004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Norðurlax hf. sem fram fer 14. ágúst nk. kl. 20:00 við Laxamýri. Lagt fram til kynningar.

7.Ragnhildur Þorgeirsdóttir og Jóhannes Árnason, Höskuldarnesi óska eftir því að girðing í landi Höskuldarness verði fjarlægð

Málsnúmer 201308005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ragnhildi Þorgeirsdóttir og Jóhannesi Árnasyni, Höskuldarnesi við Raufarhöfn. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

8.Eimskip óskar eftir samstarfi um hafnarþjónustu á Húsavík

Málsnúmer 201308035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eimskip þar sem óskað er eftir samstarfi um hafnarþjónustu á Húsavík. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til hafnanefndar.

9.Aðflugshallamælir á Aðaldalsflugvelli

Málsnúmer 201308041Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum er gert ráð fyrir að farþegafjöldi um Húsavíkurflugvöll verði vel yfir 10 þúsund farþegar í ár. Undanfarna sumarmánuði hafa yfir 1000 farþegar farið um völlinn á mánuði. Sem stendur er aðflugshallamælir ekki vottaður og þar af leiðandi ekki hægt að nýta hann við ákveðnar aðstæður. Ljóst er að þessi aðstaða skapar óhagræði fyrir rekstraraðila og farþega. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Isavia hið fyrsta vegna málsins.

10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til afgreiðslu síðari umræða um endurgerða fjárhagsáætlun ársins 2013. Endurgerða fjárhagsáætlunin 2013 var tekin til fyrri umræðu 19. júlí s.l. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurgerða fjárhagsáætlun ársins 2013.

11.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

Málsnúmer 201211057Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til afgreiðslu síðari umræða um endurgerða 3ja ára fjárhagsáætlun (2014 - 2016). Endurgerða 3ja árafjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu 19. júlí s.l. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurgerða 3ja ára fjárhagsáætlun 2014 - 2016.

12.10 ára áætlun Norðurþings

Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til afgreiðslu síðari umræða um endurgerða 10 ára fjárhagsáætlun. Endurgerða 10 ára fjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu 19. júlí s.l. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurgerða 10 ára fjárhagsáætlun.

13.Eigendur Bjarnastaða, Austaralands, Ferjubakka og Sigtúns óska eftir að stofna deild úr fjallskilafélagi Öxfirðinga

Málsnúmer 201308047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá eigendum Bjarnastaða, Austaralands, Ferjubakka og Sigtúns þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið heimili að stofnuð verði deild úr fjallskilafélagi Öxfirðinga. Jarðirnar eru á afmörkuðu svæði og hafa eigendur þeirra ekki nýtt sér upprekstur á önnur afréttarlönd. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

14.Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201308046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá aðalstjórn Völsungs um endurnýjun á samningi. Í ljósi þess að samningur milli Í.F. Völsungs og Norðurþings rennur út um næstu áramót, óskar félagið eftir fundi með fulltrúum Norðurþings um gerð nýs samnings til næstu ára. Bæjarráð samþykkir að fara í viðræður við Í.F. Völsung um nýjan samning og felur bæjarstjóra að boða til fundar um málið.

15.Pálsreitur ehf

Málsnúmer 201308051Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Pálsreit ehf. um heimild til fjármögnun íbúða Pálsreits ehf. á Húsavík. Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til lántöku vegna framkvæmdanna.

Fundi slitið - kl. 18:00.