Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

235. fundur 24. nóvember 2017 kl. 12:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Staða sauðfjárbænda og tengdrar atvinnustarfsemi í Norðurþingi

Málsnúmer 201708067Vakta málsnúmer

Framhald á umræðu frá 225. fundi byggðarráðs um stöðu sauðfjárbænda og tengdrar atvinnustarfsemi í Norðurþingi . Björn Vikingur frá Fjallalambi sat fundinn í síma.
Byggðarráð þakkar Birni Víkingi fyrir upplýsandi umræður.

2.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra uppgræðslu verkefna í Norðurþingi á árinu 2017

Málsnúmer 201711100Vakta málsnúmer

Landgræðsla ríkisins fer vinsamlega á leit við Norðurþing að BGL (Bændur græða landið) og önnur uppgræðsluverkefni ársins 2017 verði styrkt að upphæð kr. 620.000.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að styrkja verkefnið um umbeðna fjárhæð, enda um að ræða verkefni sem unnið hefur verið að undanfarin ár og þegar gert ráð fyrir því innan fjárhagsramma framkvæmdanefndar. Lögð er áhersla á að öll verkefni af þessu tagi á árinu 2018 verði unnin í samræmi við umhverfisstefnu sem skipulags- og umhverfisnefnd er með í vinnslu um þessar mundir.

3.Framlög sveitarfélaganna til rekstrar NNA fyrir árið 2018

Málsnúmer 201707079Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til við Norðurþing og Skútustaðahrepp að framlengja gildistíma samnings Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaganna um um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands um eitt ár eða til ársloka 2018. Óskað er eftir að afstaða sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 4. desember.
Vísað er til bréfs ráðuneytisins frá 14. nóvember sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Skútustaðahrepps og Norðurþings gagnvart því að framlengja rekstrarsamning vegna Náttúrustofu Norðausturlands um eitt ár.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarsamningur Náttúrustofu Norðausturlands verði framlengdur með þeim hætti sem ráðuneytið gerir ráð fyrir. Sveitarfélögin taka jafnframt vel í að árið 2018 verði nýtt til að fara yfir stöðu og verkefni náttúrustofa í ljósi reynslu af starfsemi þeirra og framtíðarsýn. Rétt er að sú vinna taki mið af tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur sem lögð var fram á 145. löggjafarþingi 2015-2016 (þingskjal 1073 ? 647. mál).

Sveitarfélögin benda á að auk rekstrarsamings er í gildi er samningur milli umhverfisráðherra og Náttúrustofu Norðausturlands um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, dags. 12. mars 2009. Samningurinn byggir á sérstakri fjárheimild sem ætlað er að efla atvinnu og byggð á svæðinu og gildir svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á er veitt á fjárlögum. Í bréfi ráðuneytisins til náttúrustofa þann 22. september sl. kom fram að umhverfis- og auðlindaráðherra hefði gert tillögu, sem birtist í frumvarpi til fjárlaga 2018, sem felur í sér að þessi tiltekna fjárveiting (nú 10,7 m.kr.) verði felld niður. Byggðarráð Norðurþings mótmælir þessari tillögu harðlega og lítur svo á ráðherra sé bundinn af þeim samningi sem í gildi er um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á sé ekki felld út að frumkvæði fjárveitingavaldsins. Sveitarfélögin fara því fram á að umhverfis- og auðlindaráðherra virði gildandi verkefnissamning við Náttúrustofu Norðausturlands, leiðrétti sína tillögu og komi því á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 2018.

4.Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 201711112Vakta málsnúmer

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi óskar eftir styrk svo mögulegt sé að halda áfram að þróa Aflið og styðja á sem faglegastan hátt við brotaþola ofbeldis í heimabyggð þar sem það getur verið mörgum óyfirstíganlegur þröskuldur að þurfa að fara langar vegalengdir til að leita sér aðstoðar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi um kr. 100.000,-

5.Saman hópurinn-félag um forvarnir, styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 201711114Vakta málsnúmer

SAMAN hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varða forvarnir og velferð barna. Hópurinn óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu að fjárhæð 20.000 til 600.000 kr.
Byggðarráð hafnar erindinu.

6.Grímur ehf, ósk um viðræður vegna iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201711116Vakta málsnúmer

Helgi Kristjánsson eigandi Gríms ehf. vélaverkstæðis, óskar eftir viðræðum varðandi framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins og mögulegan flutning starfseminnar úr bænum.
Byggðarráð fagnar sýndum áhuga á uppbyggingu á lóðum á Bakka og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með fyrirspyrjanda.

7.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 15.11.2017.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá sorphirðu 2018

Málsnúmer 201709062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur Gjaldskrá sorphirðu 2018 til samþykktar. Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjóri kemur til fundarins
Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2018 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur afgreiðsla á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2018 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 til síðari umræðu í sveitarstjórn að teknu tilliti til þeirra breytinga sem ræddar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 14:00.