Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

308. fundur 14. nóvember 2019 kl. 08:30 - 12:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Bótakröfur Fasteignafélags Húsavíkur ehf. og Gistiheimilis Húsavíkur ehf.

Málsnúmer 201911017Vakta málsnúmer

Á 307. fundi byggðarráðs voru teknar fyrir bótakröfur Örlygs H Hnefils Örlygssonar og Örlygs Hnefils Jónssonar fyrir hönd Gistiheimilis Húsavíkur ehf. og Fasteignafélags Húsavíkur ehf. vegna tjóns sem þeir telja að félög þeirra hafi orðið fyrir vegna mistaka við hönnun og stjórnun gatnaframkvæmda á Höfða sem átti að ljúka 1. júlí 2018 en lauk ekki fyrr en í lok október 2018.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað lögfræðings sem fært er í trúnaðarmálabók.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að vinna drög að svari við erindinu og leggja þau fyrir ráðið í næstu viku.

Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfum.
Byggðarráð hafnar bótakröfunum og felur sveitarstjóra að svara erindunum í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfum og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samráði við lögfræðing þess.

2.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að skipulagi og fjármögnun byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða sem byggja á samskonar verkefni sem unnið var hjá Hafnarfjarðarbæ. Um er að ræða uppbygging nýs íbúðakjarna fyrir fatlaða, með allt að sex íbúðum auk sameiginlegs rýmis og starfsmannaaðstöðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Byggðarráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna til hlítar frekari kosti varðandi staðsetningu íbúðarkjarnans og gera samanburð á kostnaði við mismunandi staðsetningu.

3.Aðalfundur Eyþings 2019

Málsnúmer 201911048Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Eyþings föstudaginn 15. og laugardaginn 16. nóvember n.k. Með fundarboðinu barst tillaga stýrihóps um endurskipulagningu landshlutasamtakanna sem fela í sér samruna þeirra og beggja atvinnuþróunarfélaganna á Eyþingssvæðinu, þ.e. Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Byggðarráð leggur til að nafnasamkeppni fari fram um heiti nýrra landshlutasamtaka og felur fulltrúum sveitarfélagsins að bera þá tillögu upp á aðalfundinum.
Fulltrúar Norðurþings verða; Silja Jóhannesdóttir, Kristján Þór Magnússon, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Birna Ásgeirsdóttir.

4.Rekstraráætlanir HNÞ bs og MMÞ 2020

Málsnúmer 201911050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja rekstraráætlanir HNÞ bs og MMÞ fyrir árið 2020.
Byggðarráð staðfestir framlagðar áætlanir og áætluð framlög Norðurþings og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Þjónustusamningur Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings 2020

Málsnúmer 201911045Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að nýjum þjónustusamningi milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings.
Byggðarráð vísar drögum að þjónustusamningi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til umræðu.

6.Brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025

Málsnúmer 201909011Vakta málsnúmer

Á 307. fundi byggðarráðs var brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025 til umfjöllunar;

Á 96. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 29. október s.l. var lögð fram brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Norðurþing 2020 til 2025 til samþykktar.

Á fundinum var bókað;

Til máls tók Silja Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu;

Þar sem ljóst má vera að fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verður mjög þröngur stakkur sniðinn er lagt til að brunavarnaráætlunin verði uppfærð m.t.t. þess að sveitarfélagið fari ekki í fjárfestingu nýrrar slökkvibifreiðar á árinu 2020 og að uppfærð rekstraráætlun verði sett inn í skjalið til samræmis við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs.
Til máls tóku; Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bergur Elías Ágústsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Bergur Elías situr hjá.


Á 307. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að yfirfara brunavarnaáætlun í samráði við slökkviliðsstjóra með það að markmiði að endurskoða m.a. framkvæmdaáætlun og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Bent er á að Héraðsnefnd Þingeyinga bs. er að huga að framtíðarskipan slökkviliðsmála í sýslunni og mikilvægt að áætlunin sé í takti við þá stöðu.

Fyrir byggðarráði liggur nú uppfærð brunavarnaáætlun m.t.t. bókunar byggðarráðs.
Byggðarráð vísar brunavarnaáætlun 2020-2025 til afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 201903082Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar jafnréttisáætlun Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkti jafnréttisáætlun 2019-2022 ásamt framkvæmdaáætlun á fundi sínum þann 11. nóvember s.l. og vísaði henni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

8.Skjálftasetrið - Ársskýrsla og samantekt reksturs 2019

Málsnúmer 201911049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt á rekstri Skjálftasetursins árið 2019 ásamt ársskýrslu Skjálftafélagsins.
Byggðarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

9.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 10. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 30. október s.l.
Byggðarráð vísar lið um sorphirðumál og lið um tilraunaverkefni um húsnæðismál til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

10.Hverfisráð Reykjahverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 28. október s.l.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir umsögn sína varðandi framtíðarfyrirkomulag reksturs og eignarhalds á Heiðarbæ.
Byggðarráð vísar liðum númer 2 og 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Áframhald á umræðum um fjárhagsáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Byggðarráð fór yfir mismunandi sviðsmyndir varðandi rekstur málaflokka og verður umræðum haldið áfram á fundi ráðsins í næstu viku.

12.Athugun á virkjun vinds á Hólaheiði í Norðurþingi

Málsnúmer 201911021Vakta málsnúmer

Til fundar við byggðarráð koma gestir frá Arctic Hydro og samstarfsaðilum innan lands sem kynna fyrir ráðinu hugmyndir að uppbyggingu vindmyllugarðs innan marka sveitarfélagsins.
Á fund byggðarráðs komu Tryggvi Þór Herbertsson frá Quadran Iceland Developement og Skírnir Sigurbjörnsson frá Arctic Hydro, einnig sátu fundinn undir þessum lið Garðar Garðarsson lögfræðingur og Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings.
Byggðarráð þakkar þeim fyrir kynningar sínar og felur sveitarstjóra að undirbúa gögn um framvindu málanna til kynningar hjá ráðum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 12:25.