Fara í efni

Fjölskylduráð

95. fundur 28. júní 2021 kl. 13:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir Þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1 og 5-8.

Hrund Ásgeirsdótttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir liðum 5-6.

1.Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 202106065Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytisins og koma áætlun um um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðilegu og kynbundnu ofbeldi til framkvæmdar.

Á 365. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

2.Hjólahátíð Greifans á Húsavík

Málsnúmer 202106093Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar hjólahátíð Greifans en hluti af hátíðinni er keppni í Enduro fjallahjólreiðum á Húsavík 24. júlí. Stefnt er að því að keppnin byrji á Reyðarárhnjúki og endi í miðbæ Húsavíkur.
Fjölskylduráð fagnar því að hluti af hjólahátið Greifans sé haldin á Húsavík.

3.Viðhalds og framkvæmdalisti á íþrótta- og tómstundasviði

Málsnúmer 202106108Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um viðhalds- og framkvæmdarmál á íþrótta- og tómstundasviði.
Fjölskylduráð vísar minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur honum að kynna það þar.

4.Ungmennaráð Norðurþings - 9

Málsnúmer 2009010FVakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð 9. fundar ungmennaráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildarinnar á Kópaskeri.
Ekki hefur náðst að ráða starfsfólk á leikskóladeildina á Kópaskeri. Börnunum sem nú þegar voru með pláss og sem sótt hafa um pláss veturinn 2021-2022 býðst vistun á leikskóladeild Öxarfjarðarskóli í Lundi. Fræðslufulltrúa er falið að semja við foreldra þeirra barna um útfærslu á málinu.

6.Viðauki við Fjárhagsáætlun 2021 - Grunnskólinn á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og verðandi skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla óskar eftir viðauka að upphæð kr.2.372.735 við fjárahagsáætlun 2021 vegna kaupa á tölvubúnaði.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs.

7.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið 2021

Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Ásgarður - Skóli í skýjunum

Málsnúmer 202106117Vakta málsnúmer

Kynning á erindi AIS efh - Ásgarður skóli í skýjunum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.