Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

57. fundur 13. maí 2015 kl. 16:00 - 19:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Árni Sigurbjarnarson varamaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Vegagerðin tilkynnir auglýsingu útboðs vegna efniskaupa fyrir Bökugarð

Málsnúmer 201505022Vakta málsnúmer

Ríkiskaup hefur f.h. Vegagerðarinnar auglýst útboð vegna efniskaupa (stálþilsplötur og -festingar) fyrir Bökugarð. Efniskaupin eru boðin út með efnisöflun fyrir nokkrar aðrar hafnir.
Kaupandi (hafnarstjórn Norðurþings) hefur rétt til að draga sig út úr útboðinu með skriflegri tilkynningu til Vegagerðarinnar eigi síðar en 29. maí.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir heimild til handa Hafnastjóra Norðurþings til endurskoðunar á þátttöku í útboðinu.

2.Eigendur að Stakkholti 9, Húsavík óska eftir bættum frágangi við lóðina

Málsnúmer 201505032Vakta málsnúmer

Eigendur Stakkholts 9, Guðmundur Helgi Jóhannesson og Hilda Rós Pálsdóttir óska eftir að Norðurþing lagi jarðveg umhverfis lóð hússins og komi honum í þá hæð sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
Framkvæmda- og hefnanefnd samþykkir að láta hanna íbúðahverfið á Langholti enda forsenda þess að hægt sé að hæðarsetja svæðið. Í framhaldi verður landið sett í rétta hæð.

3.Framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2015

Málsnúmer 201504016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2015.
Farið yfir drög að framkvæmda- og viðhaldsáætlun. Nefndin samþykkir eftirtalin forgangsverkefni; Sólbrekka 28, Pálsgarður, Lundur (skólahúsnæði). Nefndin samþykkir einnig yfirlagningu á Norðurhlíðarbrekku og Laugarbrekku á Húsavík.
Jafnframt felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera lokatillögu að framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2015 og leggja fyrir júnífund.

Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

4.Fasteignir Norðurþings 2014 - 2015

Málsnúmer 201402056Vakta málsnúmer

Umsjónamaður fasteigna lagði til sölu á íbúð að Garðarsbraut 83 á Húsavík. Nefndin samþykkir söluna.

Umsjónamaður fasteigna lagði fram lista yfir íbúðir sem skal selja. Nefndin samþykkir listann enda fáist viðunandi verð fyrir eignirnar.

Nefndin samþykkir að leigusamningar íbúða verði samræmdir. Í því felst að öllum samningum veður sagt upp, þeir samræmdir og endurnýjaðir.

Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

5.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Norðurland

Málsnúmer 201505033Vakta málsnúmer

Hjálögð eru drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem þriggja manna verkefnisstjórn hefur unnið að í samræmi við samning milli sorpsamlaga á svæðinu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra, dags. 8. mars 2012, um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt Norðurland. Verkefnisstjórnina skipa Ágúst Þór Bragason (Norðurá bs./ vestursvæði), Hafsteinn H. Gunnarsson (Sorpsamlag Þingeyinga ehf./austursvæði) og Ólöf Harpa Jósefsdóttir (Flokkun Eyjafjörður ehf./miðsvæði). Svæðið sem um ræðir er frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og nær yfir samtals 18 sveitarfélög.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir þátttöku í verkefinu fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

6.Tilboð í uppsetningu á þráðlausu neti fyrir Stjórnsýsluhús á Húsavík, Borgarhólsskóla og Grænuvelli

Málsnúmer 201503106Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar en var þá frestað.
Framkvæmda- og hefnanefnd samþykkir tilboð Advania um þráðlaust net í Stjórnsýsluhúsinu, Grænuvöllum og Borgarhólsskóla á Húsavík.

Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

7.Vegamál í Norðurþingi

Málsnúmer 201505035Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Vegagerðinni, þau Erna Bára Hreinsdóttir umferðarsérfræðingur, Gunnar Guðmundsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi og Pálmi Þorsteinsson þjónustustjóri komu á fundinn.
Framkvæmda- og hanfanefnd þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir kynninguna.

Í sumar verður framkvæmd hraðamæling á Húsavík og í kjölfarið verður sett upp ljós sem er ætlað að hægja á umferð.

8.Skráningarkerfi fyrir rotþrær

Málsnúmer 201505036Vakta málsnúmer

Erindi frá Loftmyndum ehf sem bjóða sveitarfélaginu að kaupa aðgang að skráningarkerfi fyrir rotþrær sem fyrirtækið hefur útbúið og er byggt ofan á kortasjána sem mörg sveitarfélög eru þegar með í notkun. Í kerfinu er hægt að skrá staðsetningar á rotþróm og upplýsingar um þær, eins og stærð, aðkomu, athugasemdir varðandi tæmingu, landnúmer lóðar ofl.
Framkvæmda- og hefnanefnd samþykkir að festa kaup á skráningakerfinu.

9.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings, gerði grein fyrir stöðu málsins og kostnaði við verkið.
Ljóst er að ákveða þarf framtíðarstaðsetningu Þjónustustöðvar á Húsavík m.t.t. húsnæðis og starfsemi.

Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

10.Sorpsamlag Þingeyinga óska eftir flutningi verkefna yfir til Framkvæmda og hafnanefndar Norðurþings

Málsnúmer 201505043Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga 11. maí sl. var ákveðið að óska eftir að eftirtalin verkefni færist frá stjórn SÞ til framkvæmda og hafnanefndar Norðurþings:

1) Samningur við Sel sf.

2) Starfsleyfisumsóknir vegna urðunarstaða við Kópasker og í Laugardal.

Nefndir samþykkir að taka við verkefnunum enda fellur málaflokkurinn undir nefndina.

11.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Fyrir fundum liggja drög að sorphirðusamþykkt fyrir Norðurþing. Jafnframt liggur fyrir tillaga um að gera nýja gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs.
Framkvæmda- og hefnanefnd fór yfir drög að sorphirðusamþykkt. Jafnframt felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að nýrri gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
"Það er fagnaðarefni að bæjaráð Norðurþings hafi fullafgreitt samning um sorphirðu þó fellur málaflokkurinn undur framkvæmda- og hafnanefnd. Það má skilja vinnubrögðin þannig að bæjarráð treysti ekki framkvæmda- og hafnanefnd".

12.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag

Málsnúmer 201406093Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir umræðu um stöðu hafnarsjóðs í stjórnkerfi sveitarfélagsins og verkefnin fram undan.
Framkvæmda- og hafnanefnd ítrekar við bæjarstjórn mikilvægi þess að stofnuð verði sérstök hafnastjórn enda samþykkt fyrir slíku í nefndinni. Framundan er gríðarleg uppbygging og taka þarf rekstur Hafnasjóðs til endurskoðunar.

13.Erindi til Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 201504017Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnanefndar var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Orkuveitu Húsavíkur um hvaða, ef einhverjar, fráveituframkvæmdir veitan hyggst fara í árið 2015.
Í fjárhagsáætlunum OH ohf. er ekki gert ráð fyrir fráveituframkvæmdum árið 2015 öðrum en þeim sem tengjast uppbyggingu á Bakka.

14.Erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur

Málsnúmer 201505044Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Húsavíkur sendir Norðurþingi eftirfarandi bréf sem snýr að ástandi vegarins að Katlavelli:

Vegurinn frá þjóðvegi nr. 85 að Katlavelli er í slæmu ásigkomulagi. Sá vegur þjónustar jafnframt námuna í sjálfum Kötlunum. Um þessar mundir er efnistaka í námunni og því talsverð þungaumferð um veginn. Jafnframt má gera ráð fyrir að umferð vegna þessa aukist er líður á sumar. Golfsumarið fer senn að hefjast og við það eykst umferð um veginn enn frekar.
Ljóst má vera að bregast þarf við; umferð vörubíla sem aka í kapp við tíma og fólksbílar á leið á Katlavöll þarf að fara saman og því er brýnt að bæta ástand vegarins.
Stjórn Golfklúbbs Húsavíkur óskar eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir Norðurþings hyggst fara í vegna ástands vegarins.


f.h. stjórnar GH
Björg Jónsdóttir
Varaformaður
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna kostnað við mismunandi útfærslur við lagfæringu vegarins.
Árni Sigurbjarnarson vék af fundi kl. 18:00.

Fundi slitið - kl. 19:55.