Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

62. fundur 16. september 2015 kl. 16:00 - 18:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Pétur Vopni Sigurðsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sat fundinn undir liðum 6 - 11.

1.Sorpmál, fulltrúi Íslenska gámafélagsins

Málsnúmer 201509053Vakta málsnúmer

Fulltrúi Íslenska gámafélagsins kemur á fundinn til að ræða stöðu mála.
Fulltrúar Íslenska Gámafélagsins (ÍG) fór yfir stöðu mála og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.

Samningur milli sveitarfélagsins og ÍG gengur vel. ÍG hyggst gera sig sýnilegra á svæðinu og veita íbúum og fyrirtækjum frekari upplýsingar um þjónustu félagsins.

Leysa þarf fyrirkomulag við urðun á dýrahræjum.

Sveinn Hreinsson, umsj.maður fasteigna sat fundinn undir þessum lið en hann er tengiliður sveitarfélagsins við ÍG en nefndin fer ekki með húsakost sem ÍG hefur aðsetur í heldur fara þau mál í gegnum bæjarráð.

2.Beiðni um styrk vegna endurbyggingar fjárréttar

Málsnúmer 201508088Vakta málsnúmer

Óskað er eftir fjárstuðningi frá Norðurþingi til endurbóta á fjárrétt.
Nefndin samþykkir veita styrk allt að 250 þús. kr. sem er helmingur af efniskostnaði. Tekið er fram að réttin er ekki aðalrétt samkv. Fjallaskilasamþykkt á svæðinu austan Vaðlaheiðar. Fá býli í rekstri nýta sér réttina og svæðið flokkast sem Brotthætt byggð.

3.Pétur Helgi Pétursson f.h. Dvalarheimilis aldraðra, óskar eftir því við eigendur að sett verði upp lýsing á bílastæði við Dvalarheimilið Vík á Raufarhöfn

Málsnúmer 201509041Vakta málsnúmer

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna skyldur Norðurþings og fylgja málinu eftir.

4.Broskallar til að hægja niður umferð

Málsnúmer 201509048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Vegagerðin hefur óskað eftir því að sveitafélagið komi með tillögu að staðsetningu svokallaðra broskalla sem sýna hvort hraði ökutækis er innan settra marka. Málið hefur fengið umfjöllun og er þetta nokkuð samdóma álit manna á hentugri staðsetningu (sjá kort með tillögum að staðsetningu).
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ljúka málinu.

5.Umferðaröryggsáætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201509047Vakta málsnúmer

Lagt er til að Grímur Kárason taki að sér að kalla saman aðila og stýri gerð á umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing. Um er að ræða töluvert umfangsmikið verk sem mörg sveitafélög hafa farið í gegnum.
Lagt fram til kynningar.

6.SR skemma Raufarhöfn "fokhætta"

Málsnúmer 201509049Vakta málsnúmer

Skoða þarf alvarlega að fara í nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir stórtjón vegna foks. Ástand skemmunar er orðið þannig að töluverð hætta er á að í hörðum vetrarveðrum geti þak hússins fokið og valdið verulegu tjóni.
Fyrir nefndini liggur að taka ákvörðun um næstu skref.
Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að endurmeta fyrri kostnaðaráætlun og leggja fyrir nefndina að nýju.

7.Heinsun lóða á Höfða vegna jarðgangagerðar.

Málsnúmer 201509052Vakta málsnúmer

Útrunnin er samningur við Norðurvík um lóðir að Höfða 6-8 (aðrir samningar eru þó enn í gildi.)

Mikilvægt er að ganga frá og hreinsa til á lóðunum fyrir komu verktaka sem nota munu svæðið undir vinnubúðir.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa hreinsun á umræddu svæði. Frestur til hreinsunar miðast við 15. október. Eftir þann tíma verður hlutum fargað á kostnað eigenda.

8.Geymslugámar- tifærsla gáma af hafnarsvæði á geymslusvæði Haukamýri

Málsnúmer 201509051Vakta málsnúmer

Aðilar sem sjá munu um dýpkun í Húsavíkurhöfn þurfa athafnarsvæði á hafnarsvæðinu. Gámasvæðið austan lóðar Eimskips er fyrirhugað svæði undir þá starfsemi. Af þeim sökum þarf að færa geymslugáma sem staðið hafa þar suður á geymslusvæði Haukamýri. Áfram geta aðilar leigt svæði undir sína gáma á sama kostnaðarverði en á nýjum stað í Haukamýri.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa hreinsun á umræddu svæði. Frestur til hreinsunar miðast við 15. október. Eftir þann tíma verður hlutum fargað á kostnað eigenda.

9.Tröllakot- tiltekt og hreinsun á svæði við Húsavíkurrétt.

Málsnúmer 201509050Vakta málsnúmer

Töluvert magn af rusli er dreift um grifjur við Tröllakot. Meðal annars netadræsur og annað tengt hafnsækinni starfsemi. Auglýsa þarf fyrirhugaða förgun efnis af svæðinu og óska eftir því að eigendur fjarlægi sínar eignir áður en það gerist.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa hreinsun á umræddu svæði. Frestur til hreinsunar miðast við 15. október. Eftir þann tíma verður hlutum fargað á kostnað eigenda.

10.Umhverfisstofnun, ósk um yfirlit yfir magn og tegund farmleifa og úrgangs frá skipum

Málsnúmer 201507041Vakta málsnúmer

Hafnarstjóra falið að ljúka vinnu við verklag vegna losunar á úrgangi úr skipum í samráði við UST.

11.Tilboð í verkið Húsavík dýpkun 2015

Málsnúmer 201508094Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að veita Vegagerðinni umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Sigurgeir vék af fundi kl. 18:15.

Fundi slitið - kl. 18:55.