Fara í efni

Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 201510072

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 21.10.2015

Félagsmálastjóra falið að vinna drög að framkvæmdaráætlun sem lögð verður fyrir næsta fund nefndarinnar.

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 53. fundur - 20.11.2015

Drög að jafnréttis- og framkvæmdaátlun lög fram til kynningar. Drögin samþykkt með smávægilegumog vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggja til staðfestingar drög að jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings sem byggir á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Til máls tóku: Kjartan, Sif og Gunnlaugur

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða jafnréttis- og framkvæmdaáætlunina

Félagsmálanefnd - 2. fundur - 14.04.2016

Félagsmálastjóri fer yfir tillögur að breytingum á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Á 53. fundi Félags- og barnaverndarnefndar Þingeyinga var fjallað um jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings árin 2015-2018. Borist hafa athugasemdir Jafnréttisstofu við áætlunina og ábendingar um æskilegar breytingar. Farið var yfir þær ábendingar og unnið í jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Að þeirri vinnu lokinni samþykkti félagsmálanefnd áætlunina, með fyrirvara um samþykki lögfræðings Jafnréttisstofu. Félagsmálastjóra er falið að vinna áætlunina áfram með ráðgjöf frá Jafnréttistofu og leggja aftur fyrir nefndina á næsta fundi.

Félagsmálanefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Félagsmálastjóri fer yfir breytingar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu.

Nefndin vill kanna frekari leiðir til að jafna kynjahlutfall í nefndum og ráðum sbr. 1. gr. og félagsmálastjóra falið að fá upplýsingar frá Jafnréttisstofu. Stefnt að framlagningu Jafnréttisáætlunar fyrir Sveitarstjórn í júní n.k.

Félagsmálanefnd - 4. fundur - 09.06.2016

Félagsmálastjóri fór yfir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins varðandi kynjahlutfall í nefndum og ráðum eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu.

Til að tryggja jafnan hlut kynja í nefndum setur nefndin inn eftirfarandi málsgreinar í Jafnréttisáætlun Norðurþings:
Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með fimm fulltrúum skulu bæði meirihluti og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með sjö fulltrúum skal meirihluti tilnefna tvo af hvoru kyni og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum.

Fyrirkomulagið um skipan í nefndir, ráð og stjórnir tekur þegar gildi og skal viðhaft þegar breytingar eiga sér stað í nefndum, stjórnum og ráðum eða þegar skipað er í nýjar nefndir, stjórnir og ráð.

Félagsmálanefnd samþykkir Jafnréttisáætlun Norðurþings og vísar henni til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 59. fundur - 21.06.2016

Á 4. fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað:

"Félagsmálastjóri fór yfir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins varðandi kynjahlutfall í nefndum og ráðum eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu. Til að tryggja jafnan hlut kynja í nefndum setur nefndin inn eftirfarandi málsgreinar í Jafnréttisáætlun Norðurþings: Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með fimm fulltrúum skulu bæði meirihluti og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með sjö fulltrúum skal meirihluti tilnefna tvo af hvoru kyni og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum. Fyrirkomulagið um skipan í nefndir, ráð og stjórnir tekur þegar gildi og skal viðhaft þegar breytingar eiga sér stað í nefndum, stjórnum og ráðum eða þegar skipað er í nýjar nefndir, stjórnir og ráð. Félagsmálanefnd samþykkir Jafnréttisáætlun Norðurþings og vísar henni til sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Sif,Gunnlaugur og Óli.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi jafnréttisáætlun Norðurþings.