Fara í efni

Þórir Örn Gunnarsson f.h. Hafnarsjóðs Norðurþings sækir um lóðina Höfði 4

Málsnúmer 201605062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Óskað er eftir heimild til að nýta lóðina að Höfða 4 til að geyma ýmis verðmæti tengdum rekstri hafnarinnar. Inni á lóðinni eru fyrir tankur og lítið hús.
Lóðin að Höfða 4 er byggingarlóð skv. deiliskipulagi. Nefndin telur því ekki rétt að ráðstafa henni varanlega sem geymslusvæði. Nefndin leggur þó til við sveitarstjórn að Hafnarsjóður fái afnot að lóðinni til fimm ára gegn því að umgengni um lóðina verði snyrtileg og húsi innan lóðar viðhaldið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016

Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Óskað er eftir heimild til að nýta lóðina að Höfða 4 til að geyma ýmis verðmæti tengdum rekstri hafnarinnar. Inni á lóðinni eru fyrir tankur og lítið hús.
Lóðin að Höfða 4 er byggingarlóð skv. deiliskipulagi. Nefndin telur því ekki rétt að ráðstafa henni varanlega sem geymslusvæði. Nefndin leggur þó til við sveitarstjórn að Hafnarsjóður fái afnot að lóðinni til fimm ára gegn því að umgengni um lóðina verði snyrtileg og húsi innan lóðar viðhaldið."
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.