Fara í efni

Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Óskað tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík

Málsnúmer 201701081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 202. fundur - 19.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík til næstu fjögurra ára. Þess er farið á leit að Norðurþing skipi tvo aðalfulltrúa og tvo til vara. Sérstaklega er óskað eftir að skipaðir verði tveir karlar og tvær konur. Það er gert með skírskotun til ákvæðis 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar verðir tilnefndir í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík:

Aðalmenn:
Þór Stefánsson
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Varamenn:
Hjálmar Bogi Hafliðason
Aðalsteinn J. Halldórsson

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 202. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

"Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík til næstu fjögurra ára. Þess er farið á leit að Norðurþing skipi tvo aðalfulltrúa og tvo til vara. Sérstaklega er óskað eftir að skipaðir verði tveir karlar og tvær konur. Það er gert með skírskotun til ákvæðis 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga.


Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar verðir tilnefndir í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík: Aðalmenn: Þór Stefánsson Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Varamenn: Hjálmar Bogi Hafliðason Aðalsteinn J. Halldórsson."
Til máls tóku: Erna og Gunnlaugur.

Erna lagði fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa í skólanefnd:
Aðalmenn: Þór Stefánsson og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn: Hjálmar Bogi Hafliðason og Jóhanna S. Kristjánsdóttir

Gunnlaugur lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu Ernu:
Aðalmenn: Hjálmar Bogi Hafliðason og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn: Þór Stefánsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir

Tillaga Gunnlaugs var samþykkt með atkvæðum Soffíu, Gunnlaugs, Jónasar og Kjartans. Erna greiddi atkvæði á móti tillögunni og aðrir sátu hjá.

Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir sem fulltrúar í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.

Aðalmenn: Hjálmar Bogi Hafliðason og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn: Þór Stefánsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir