Fara í efni

Hvalasafnið - fasteignagjöld

Málsnúmer 201702048

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 205. fundur - 09.02.2017

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Hvalasafninu á Húsavík varðandi álagningu fasteignagjalda á safnið. Þar kemur fram að viðurkennd söfn og safnahús eru undanþegin fasteignaskatti samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sjá 5. grein laganna, http://www.althingi.is/lagas/nuna/1995004.html.
Framkvæmdastjóri Hvalasafnsins óskar eftir því að safnið verði undanþegið álagningu fasteignaskatts sbr. fyrrnefnd lög um tekjuskatta sveitarfélaga.

Málinu frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna um málið.

Óli Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Byggðarráð Norðurþings - 206. fundur - 23.02.2017

Þessu máli var frestað á síðasta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna varðandi niðurfellingu fasteignaskatts.
Óli Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.

Gunnlaugur óskar bókað:

"Ég er á móti því að söfn fái niðurfellda fasteignaskatta sína. En ef að sveitarfélaginu skv. lögum ber að fella niður skattinn þá samþykki ég þá niðurfellingu og legg til að niðurfelling skattsins verði færð sem styrkur til safnsins".

Jónas og Olga taka undir bókun Gunnlaugs.

Byggðarráð samþykkir niðurfellingu fasteignaskatts á Hvalasafnið á Húsavík.