Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

120. fundur 01. mars 2022 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Gaukur Hjartarson, skipulags- og bygginarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 - 8.
Jónas Hreiðar Einarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 - 8.
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri, sat fundinn undir liðum 1 - 3.

1.Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á 104. fundi sínum 31.08.2021 að stækka forstofu við leikskóladeild í Öxarfjarðarskóla.
Nú liggur fyrir að framkvæmdin verður mun dýrari en hafði verið áætlað.

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort fara skuli í framkvæmdina á þeim forsendum að byggja við forstofu leikskóladeildarinnar eða skoða aðra möguleika.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki þær lausnir sem hafa verið í boði m.t.t. tíma og fjármuna. Ráðið samþykkir að leita leiða fyrir varanlega lausn á viðbyggingu við leikskóladeild í Öxarfjarðarskóla. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna málið áfram og leita hagkvæmari lausna.

2.Bygging selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup

Málsnúmer 201909072Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun í byggingu selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup í Öxarfirði. Verkefnið hlaut styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða árið 2021. Norðurþing er samstarfsaðili Fuglastígs á Norðausturlandi sem fer fyrir verkefninu.
Fyrir liggur að gera þarf ráð fyrir mótframlagi Norðurþings á framkvæmdaáætlun 2022. Samkvæmt samstarfssamningi milli Norðurþings og Fuglastígs er gert ráð fyrir að Norðurþing leggi til fjármagn allt að 20% af heildarkostnaði skýlisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til fjármagn allt að 20% af heildarkostnaði skýlisins.

3.Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 8. febrúar s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi frá Rótarýklúbbi Húsavíkur þar sem óskað er eftir landspildu sunnan Kaldbakstjarna til gerðar útivistarsvæðis. Þá lá fyrir tillaga að afmörkun 7,8 ha svæðis og fyrstu drög að samningi um landafnot. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa var falið að breyta fyrirliggjandi drögum að samningi um um afnot svæðisins og liggur nú fyrir lagfærð útgáfa hans.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rótarýklúbbi Húsavíkur verði boðið upp á samning um 7,8 ha land til afnota á grunni fyrirliggjandi uppdráttar og samningsdraga.

4.Rifós Kópaskeri óskar eftir stækkun á nýtingarlandi vegna vatnstöku

Málsnúmer 202202093Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 22. febrúar s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi Rifóss á Kópaskeri þar sem óskað er heimildar til vatnstöku á 1,6 ha viðbótarlandi austan Randarinnar á Kópaskeri. Afgreiðslu erindis var þá frestað þar til fyrir lægi umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar vegna þess. Nú liggur afstaða Hverfisráð fyrir og leggur ráðið til að norðurmörk nýtingarsvæðis verði um gömlu aðkomuleiðina að Kópaskeri þannig að mögulegt verði að stækka tjaldstæðið utan nýtingarsvæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.

5.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr námu við Sléttuveg

Málsnúmer 202202109Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar leyfis til að taka 5.000 m3 af malarefni úr efnistökusvæði E20 í landi Rifs á Melrakkasléttu. Ætlunin er að vinna efni í malarslitlag. Fram kemur í erindi að náman sé að hluta opin og að gengið verði frá námunni í verklok í fullu samráði við landeiganda. Þess er óskað að heimild til efnistökunnar gildi frá 1. maí 2022 til 30. júní 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, enda er hún í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir að Núpsmýri

Málsnúmer 202202108Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir vinnubúðir innan byggingarreits syðst á lóð fiskeldis í Núpsmýri. Óskað er eftir heimild til að láta vinnubúðir standa til ársloka 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita stöðuleyfi fyrir vinnubúðunum til ársloka 2022.
Fylgiskjöl:

7.CrowdThermal og samfélagsgróðurhús

Málsnúmer 201909081Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að byggja upp samfélagsgróðurhúsabyggð við Ásgarðsveg á Húsavík. Horft er til að svæði undir gróðurhúsabyggðina yrði annaðhvort þar sem sveitarfélagið var með gróðurhús gegnt Ásgarði eða á túnbletti austan við Túnsberg. Einnig er óskað þátttöku sveitarfélagsins í innviðum og rekstri mannvirkja.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í afnot af svæðinu gegnt Ásgarði. Ráðið getur ekki tekið afstöðu til þátttöku sveitarfélagsins í innviðum og rekstri mannvirkja að svo stöddu og vísar erindinu til byggðarráðs og Orkuveitu Húsavíkur.

8.Hafnasamband Íslands - Fundagerðir 2022

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar 441. fundar Hafnasambands Íslands. Einnig liggur til kynningar umsögn Hafnasambands Íslands um áform um breytingu á hafnalögum.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnasamband Íslands - Fundagerðir 2022

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar 442. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

10.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202202102Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

11.Hafnarmál 2022

Málsnúmer 202202113Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu.
Umræður um uppbyggingu í og við hafnir Norðurþings.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:35.