Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

125. fundur 03. maí 2022 kl. 13:00 - 14:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-4.

1.Hafnasamband Íslands - Fundagerðir 2022

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um meðmæli vegna réttinda hafnsögumanns

Málsnúmer 202204106Vakta málsnúmer

Eyjólfur Bjarnason óskar eftir meðmælabréfi frá hafnarstjórn, til að fá útgefinn hafnsögumanns réttindi fyrir hafnir Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Eyjólfi Bjarnasyni meðmæli og felur hafnastjóra að ganga frá meðmælabréfi.

3.Viðleguöryggi og dráttarbátaþjónustu í Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202205001Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggur erindi frá Eimskip þar sem þeir gera athugasemdir við viðleguöryggi við Bökugarð gagnvart hreyfingu og sogi ásamt getu dráttarbáts til að þjónusta og tryggja öryggi skipa.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að leita leiða með hagsmunaaðilum til að bæta hafnaraðstöðu og öryggi í Húsavíkurhöfn.

4.Hafnarmál 2022

Málsnúmer 202202113Vakta málsnúmer

Til kynningar. Dýpkun Kópaskershafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn frá landi og felur hafnastjóra að hefja framkvæmdir.

5.Breyting á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 202203060Vakta málsnúmer

Nú er lokið grenndarkynningu vegna breytingar deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík. Athugasemd barst frá eigendum allra eigna í raðhúsi að Lyngholti 34-40 sem leggjast gegn breytingu húsnúmera sinna eigna. Ekki bárust aðrar athugasemdir við grenndarkynninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt með þeirri breytingu að raðhúsalóð fái lóðarnúmerið Lyngholt 26 og eignir innan lóðar verði aðgreindar með bókstöfum, a, b, c, d, e og f. Þar með raskist ekki lóðarnúmer annarra lóða.

6.Ósk um leyfi fyrir gám með snyrtingum á tjaldstæðinu við Heiðarbæ

Málsnúmer 202204098Vakta málsnúmer

Garðræktarfélag Reykhverfinga hf. óskar eftir leyfi til að setja niður 30 feta gám með snyrtingum á tjaldstæði við Heiðarbæ. Staðsetning yrði á miðju tjaldstæðinu. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af gámnum frá framleiðanda.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar stöðuleyfi fyrir gámnum til loka maí 2023.

7.Lóðarstofnun í kringum íbúðarhúsið á Leifsstöðum

Málsnúmer 202204092Vakta málsnúmer

Stefán L. Rögnvaldsson óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar umhverfis íbúðarhúsið að Leifsstöðum. Ný lóð fái heitið Leifsstaðir 2. Meðfylgjandi erindi er hnitsett afstöðumynd 2,81 ha lóðar unnin af Maríu Svanþrúði Jónsdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri afmörkun sem lögð er til á lóðarblaði. Einnig verði nafn lóðarinnar, Leifsstaðir 2, samþykkt.

8.Ósk um vilyrði fyrir landi á Bakka

Málsnúmer 202204105Vakta málsnúmer

Nordur Renewables Iceland ehf. / Swiss Green Gas óska eftir vilyrði fyrir lóðum 1., 3. og 5 við Dvergabakka norðan Húsavíkur til uppbyggingar rafeldsneytisverksmiðju.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með áhuga Swiss Green Gas International Ltd. og Nordur Renewables Iceland ehf á lóðarumsókn og uppbyggingu starfsemi. Hér er um að ræða áhugavert verkefni sem virðist sniðið að þeim ramma sem sveitarfélagið hyggst setja utan um þróun græns iðngarðs á Bakka. Í ljósi þeirrar vinnu sem nú stendur yfir um með hvaða hætti aðkomu Norðurþings að grænum iðngarði verður háttað frestar ráðið því að taka afstöðu til umsóknarinnar þar til annarsvegar lokaskýrsla um það mál liggur fyrir í byrjun sumars, og hins vegar ítarlegri upplýsingar verða kynntar ráðinu um hvernig Nordur Renewables Iceland ehf. mun tryggja sér raforku til verkefnisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að framgangi málsins ásamt öðrum forsvarsmönnum sveitarfélagsins.

9.Fyrirspurn um matsskyldu framkvæmdar vegna stórþaravinnslu

Málsnúmer 202203037Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur tilkynnt um ákvörðun, dags. 29. apríl 2022, vegna matsskyldu fyrirhugaðrar uppbyggingar stórþaraverksmiðju á Húsavík eða Dalvík. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að framkvæmdin sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tilkynning Skipulagsstofnunar lögð fram.

10.Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202202111Vakta málsnúmer

Vatnajökulsþjóðgarður kynnir nú verkefnislýsingu fyrir gerð viðauka við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir þau svæði sem bæst hafa við á hálendi norðursvæðis undanfarin ár. Þetta eru annarsvegar Herðubreið, Herðubreiðarlindir og hluti Ódáðahrauns og hinsvegar austurafrétt Bárðdæla. Verkefnalýsingin er opin til umsagnar til 9. maí n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.

11.Viðhald á Akurgerði 4 - Skólahús.

Málsnúmer 201908084Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að útboðsgögnum vegna viðhaldsframkvæmda á skólahúsinu á Kópaskeri.

Ráðið bókaði eftirfarandi á 122. fundi sínum 22 mars sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari útboðsgagna og bjóða fyrsta áfanga verksins út að því loknu og leggja fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verkið verði boðið út og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða og færa fyrir ráðið að nýju.



12.Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - endurbætur á skólalóð

Málsnúmer 202203092Vakta málsnúmer

Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir að sparkvöllur á Hjarðarholtstúni verði fluttur á skólalóð Öxarfjarðarskóla. Foreldrar nemenda í Öxarfjarðarskóla hafa lýst yfir vilja til þess að taka þátt í uppsetningu vallarins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í að færa umgjörð sparkvallar sem staðsettur er á Hjarðarholtstúni og setja upp á lóð Öxarfjarðarskóla. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fara í verkið.

13.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer

Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022, var eftirfarandi bókað: Framtíðarsýn fjölskylduráðs er að fækka leikvöllum á Húsavík og byggja upp þrjá veglega leikvelli sem verða staðsettir í norðurbæ, suðurbæ og við Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að fara í þær aðgerðir sem hópurinn leggur til. Sem eru eftirfarandi:
- Fallvarnir á völlum lagaðar skv. úttekt
- Rennibraut og gormatæki endurnýjuð á velli við Laugarbrekku/Höfðaveg
- Leikvöllur á Túngötu verður lagður af
- Leiktæki við Stórhól verða fjarlægð (fyrir utan körfuboltavöll)
Og almennu viðhaldi á eftirstandandi tækjum verði sinnt.
Fjölskylduráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að byrjað verði á uppyggingu leikvalla á árinu 2022 til samræmis við beiðni fjölskylduráðs og fjármunir verði teknir af framkvæmdafé ársins 2022.

14.Sparkvellir við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204028Vakta málsnúmer

Á 116. fjölskylduráðsfundi var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að skipta út gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla. Ráðið fer fram á að þessi framkvæmd fari á framkvæmdaáætlun ársins 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að allt að 15 milljónum af framkvæmdafé ársins 2022
verði varið í endurnýjun á gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla.

15.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 122 fundi sveitarstjórnar var óskað eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið yrði í að athuga með kostnað við að fjarlægja Miðgarð 4 (Tún).
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fjölskylduráðs til ákvörðunar um staðsetningu frístundarhúss.

16.Gatnagerð að nýjum golfskála

Málsnúmer 201810006Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur niðurstaða í útboði um gerð nýs vegar að golfskála
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur framkvæmdar- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningi við verktaka.

17.Beiðni um afhendingu gagna vegna hækkunar á árgjaldi fyrir kattahald

Málsnúmer 202204135Vakta málsnúmer

Ósk um afhendingu allra gagna er varða hækkun kattagjalds í gjaldskrá 2022 og raunkostnað Norðurþings vegna kattahalds 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufullrúa að svara erindinu. Sundurliðun á hunda- og kattagjaldi 2022 verður birt á heimasíðu Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 14:40.