Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

73. fundur 26. október 2017 kl. 12:15 - 12:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Varðandi kjörskrá v/ Alþingiskosningar 2017

Málsnúmer 201710177Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur kjörskrá vegna alþingiskosninga 2017 með skiptingum í kjördeildir.

Skv. prentaðri kjörskrá frá Þjóðskrá Íslands eru 2112 á kjörskrá Norðurþings. Sú kjörskrá hefur legið frammi til kynningar frá 18. október sl. Að auki liggur fyrir samþykki frá Þjóðskrá vegna eins aðila sem óskaði eftir verða teknir inn á kjörskrá.
Alls eru því 2113 manns á kjörskrá í Norðurþingi.
Sveitarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá og veitir sveitarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga þann 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Einnig felur sveitarstjórn sveitarstjóra að árita framlagða kjörskrá.

Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um að vera tekin á kjörskrá: Jóhanna Gísladóttir

Málsnúmer 201710128Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar samþykki þjóðskrár um að Jóhanna Gísladóttir verði tekin á kjörskrá í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:25.