Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

63. fundur 13. desember 2016 kl. 16:15 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Erna Björnsdóttir Forseti
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarand bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta sameina greinargerðir skipulagsbreytinga frá 2012 og 2016 án breytinga á skipulagsákvörðunum. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti frá maí 2016. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sú tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

2.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri ræddi stöðu og framtíðarhorfur Framhaldsskólans á Húsavík.

Til máls tóku: Kjartan, Kristján, Sif, Jónas, Erna, Óli og Soffía.

3.Byggðarráð Norðurþings - 198

Málsnúmer 1611010Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 5 "Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara": Jónas og Olga.
Til máls tóku undir lið 11 "Endurskoðun á samþykktum Norðurþings": Óli, Soffía, Kristján og Gunnlaugur.
Til máls tók undir lið 1 "Kjaramál tónlistarkennara": Gunnlaugur.
Til máls tók undir lið 10 "Fundargerðir Eyþings 2016": Sif.

Fundargerðin er lögð fram.

4.Hafnanefnd - 9

Málsnúmer 1612003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 9. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Gjaldskrá hafna 2017": Gunnlaugur og Kristján.
Til máls tóku undir lið 4 "Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016": Jónas og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

5.Framkvæmdanefnd - 11

Málsnúmer 1612004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 11. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Tillögur um úrbætur í umferðarmálum á Húsavík": Óli.
Til máls tók undir lið 5 "Vegur að Núpskötlu": Soffía, Kristján og
Kjartan.
Til máls tók undir lið 4 "Gúmmikurl gervigrasvalla": Gunnlaugur og Kjartan.

Fundargerðin er lögð fram.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 10

Málsnúmer 1612005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 10. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

7.Byggðarráð Norðurþings - 199

Málsnúmer 1612006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 199. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 5 "Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík": Kjartan, Óli, Gunnlaugur og Jónas.

Eftirfarandi bókun var lögð fram undir þessum lið:
"Undanfarna mánuði hefur fræðslunefnd haft til skoðunar fjölgun leikskólaplássa á Húsavík. Það var niðurstaða fræðslunefndar, á grunni fyrirliggjandi greinargerðar starfshóps fagfólks Norðurþings, að velja tiltekinn valkost (2b). Sá kostur felst í að athuga möguleika á kaupum á íbúðarhúsi við hlið leikskólans til nota fyrir starfsmannaaðstöðu, skrifstofur og geymslur, en reka nýja leikskóladeild á Grænuvöllum í núverandi húsnæði leikskólans. Nokkur óvissa ríkir um íbúa- og aldurssamsetningu á Húsavík til næstu ára og þar með fjölda leikskólabarna. Það er mat meirihluta sveitarstjórnar að óábyrgt væri því að taka ákvörðun um uppbyggingu og þróun leikskóla á þessum tímapunkti sem hljótast mun af hár óafturkræfur stofnkostnaður og mikill rekstrarkostnaður. Því sé rétt að fylgja tillögu fræðslunefndar. Gangi sú lausn upp næst að (a)velja afar góðan kost fyrir börnin/foreldrana, (b)bregðast strax við eftirspurn og hindra myndun biðlista á árinu 2017, (c)lágmarka óafturkræfan stofnkostnað, (d)fullnýta mötuneyti, starfsfólk og aðra innviði við Grænuvelli, (e)draga úr rekstrarkostnaði. Það er hins vegar mat meirihluta sveitarstjórnar að ekki sé tímabært að selja húsið Tún að svo stöddu heldur skuli taka ákvörðun um framtíð þess síðar. M.a. í samhengi við það hver fjöldi leikskólabarna á Húsavík mun verða á komandi árum og hverjar húsnæðisþarfir sveitarfélagsins verða á öðrum sviðum (æskulýðsstarf o.fl.)."

Óli Halldórsson
Erna Björnsdóttir
Sif Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Olga Gísladóttir

Eftirfarandi bókun var einnig lögð fram:
"Undirrituð leggjast gegn þeirri leið sem á að fara í leikskólamálum á Húsavík. Nýta á íbúðarhúsnæðið undir atvinnustarfsemi á meðan skortur er á íbúðarhúsnæði í bænum. Lóð leikskólans Grænuvalla er þegar of lítil fyrir starfsemina og einnig er mikil umferð við leikskólann á álagstímum og skortur á bílastæðum. Breytingar á húsnæðinu og kaffistofu Grænuvalla munu kosta fjármagn og væntanlega þarf að breyta báðum húsunum í upphaflegt horf þegar þessi viðbót við leikskólann verður of lítil.
Frekar hefði átt að fara í uppbyggingu í Túni sem við álítum vera framtíðarhúsnæði sveitarfélagsins. Þar hefðu fleiri leikskólapláss fengist og einnig hefði verið hafist handa við viðhald á húsinu fyrir frístund sem nú í dag er í húsinu."
Jónas Einarsson
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Kjartan Páll Þórarinsson

Til máls tók undir lið 14 "Dettifossvegur - brýn nauðsyn": Óli.

Bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Norðurþings tekur heilshugar undir framkomna bókun Markaðsstofu Norðurlands um Dettifossveg og vísar í fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Dettifossvegar sem óumdeilt er fyrir íbúa, byggð og atvinnulíf á svæðinu. Sveitarstjórn finnst forkastanleg vinnubrögð ef enn einu sinni á að afturkalla áform um að klára vegaframkvæmdina. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við þingmenn kjördæmisins og lýsa áhyggjum sveitarstjórnar yfir stöðunni."

Fundargerðin er lögð fram.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 11

Málsnúmer 1611013Vakta málsnúmer

Fundargerðin er lögð fram.

9.Varðandi fundargerðir stjórnar sambandsins

Málsnúmer 201611143Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn hefur borist bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem varðar fundargerðir stjórnar sambandsins. Þar segir:
"Af gefnu tilefni er það hér með áréttað að öll gögn sem lögð eru fram á fundum stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru birt með fundargerðunum á vef sambandsins fimm dögum eftir að fundur er haldinn. Það eru aðeins gögn í trúnaðarmálum sem ekki eru birt. Sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og allur almenningur hefur því greiðan aðgang að þeim gögnum sem eru til umfjöllunar í stjórn sambandsins."
Þetta tilkynnist hér með.


Bréfið er lagt fram.

10.Gjaldskrá hafna 2017

Málsnúmer 201611088Vakta málsnúmer

Á 9. fundi hafnanefndar var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2017.

Almennt er miðað við vísitöluhækkun auk þess sem verða til nýjir gjaldflokkar s.s. varðandi meðhöndlun úrgangs að kröfu Umhverfisstofnunar og geymslugjöld á hafnarsvæðinu.

Hafnanefnd fór yfir gjaldskrána og samþykkir með áorðnum breytingum."
Gjaldskrá Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2017 er samþykkt samhljóða.

11.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016

Málsnúmer 201601076Vakta málsnúmer

Á 11. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað:
"Framkvæmdanefnd samþykkir að vísa hjálagðri sorphirðusamþykkt til sveitastjórnar til samþykkis"
Sorpsamþykkt Norðurþings 2016 er samþykkt samhljóða.

12.Verbúðir á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201605080Vakta málsnúmer

Þessum lið var frestað á 61. fundi sveitarstjórnar þann 18. október sl.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Jónas og Gunnlaugur.


Sveitarstjórn felur hafnastjóra að útbúa nýja leigusamninga til handa núverandi leigutökum bila í Verbúðinni við Hafnarstétt og bjóða þeim áframhaldandi leigu til eins árs. Þau bil verbúðarinnar sem losna nú um áramót á efri hæð eignarinnar vegna útrunninna samninga og ekki hefur verið úthlutað, verði samhliða auglýst til tímabundinnar leigu út næsta ár.

13.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa síðan skv. 31. gr. sömu laga."
Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

14.Breyting deiliskipulags Höfðavegar

Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar þær athugasemdir sem bárust. Nefndin telur að þær breytingar sem lagðar eru til á deiliskipulagi muni í eðli sínu frekar draga úr umferð um Höfðaveg. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda að nokkru leyti. Skipulagstillagan felur í sér að aðkoma að lóð gistiheimilis verður frá Héðinsbraut en ekki Laugabrekku til að draga úr umferð framhjá Laugarbrekku 1. Ennfremur verður ný gata frá Laugarbrekku að Höfðavegi færð fjær Laugarbrekku 1. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3 Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12 skipulagstillöguna."
Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Deiliskipulag við heimskautsgerði

Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga."
Til máls tók: Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

16.Breyting aðalskipulags Holtahverfis

Málsnúmer 201612058Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Ennfremur verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndir skv. 3. mgr. 30. gr."
Til máls tóku: Kjartan, Jónas, Sif, Óli og Gunnlaugur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

17.Breyting deiliskipulags Holtahverfis

Málsnúmer 201612059Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 11. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:45.