Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

29. fundur 10. apríl 2014 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning á ungliðastarfi Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík

Málsnúmer 201404032Vakta málsnúmer

Á fund Tómstunda- og æskulýðsnefndar kom Börkur Guðmundsson frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík og kynntu ungliðadeild sveitarinnar.Deildin heitir Unglingadeildin Náttfari.Starfið er öflugt,unglingarnir hittast undir leiðsögn leiðbeinenda einu sinni í viku. Liður í starfinu eru ferðalög þar sem unglingarnir kynnast íslenskri náttúru.Deildina skipa 18 unglingar og stúlkur í meirihluta. Jafnframt hentar starf deildarinnar vel þeim unglingum sem stunda ekki íþróttir að jafnaði.Deildin er í samstarfi við aðrar deildir á svæðinu. Deildin var í samstarfi við svipað unglingastarf í Þýskalandi. Deildin heimsótti Þjóðverja á síðasta ári ásamt Mývetningum.Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekur slysavarnarskóla og unnið er að því að starfsrækja skólann á Húsavík í samstarfi með öðrum deildum. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Berki fyrir kynninguna og hvetur til aukins samstarf í sveitarfélaginu.

2.Jökulsárhlaup, umsókn um styrk

Málsnúmer 201404003Vakta málsnúmer

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir formaður Félags um Jökulsárhlaups sækir um styrk frá Sveitarfélaginu Norðurþingi vegna framkvæmdar á Jökulsárhlaupi. Hlaupið verður haldið 9.ágúst 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.-

3.Sundsamband Íslands, umsókn um styrk vegna boðsundskeppni milli grunnskóla

Málsnúmer 201403060Vakta málsnúmer

Sundsamband Íslands sækir um styrk vegna skipulagningar á boðsundskeppni á milli grunnskóla landsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd hafnar erindinu.

4.Folfvöllur, kynning á frisbígolfi

Málsnúmer 201404027Vakta málsnúmer

Áhugi er fyrir því að koma upp svokölluðum folfvelli eða frisbígolfvelli á Húsavík. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að leita tilboða í slíkan völl.

5.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Fundargerð Ungmennaráðs Norðurþings frá 3.apríl 2014 tekin fyrir. Tómstunda- og æskulýðsnefnd staðfestir fundargerðina.

6.Heilsustefna H-in 6

Málsnúmer 201306032Vakta málsnúmer







Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til heilsuviku 4.- 11. maí. Framlag nefndarinnar í heilsuviku verður að bjóða íbúum sveitarfélagsins helmings afslátt á ársmiðum í sundlaugum í rekstri sveitarfélagsins.
Jafnframt hvetur nefndin íbúa sveitarfélagsins til að nýta sér athafnir daglegs lífs til heilsubótar.

7.Bíllausi dagurinn

Málsnúmer 201404028Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að fimmtudagurinn 8. maí verði bíllaus dagur. Fólk í þéttbýli er hvatt til að ganga eða hjóla til vinnu, brosa, heilsast og spjalla saman á götum úti.

8.Samningamál íþróttafélaga - Golfklúbbur Húsavíkur

Málsnúmer 201404029Vakta málsnúmer



Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi sagði frá óformlegum viðræðum milli hans og forsvarsmanna Golfklúbbs Húsavíkur. Samningur milli Sveitarfélagsins Norðurþings og GH rann út um síðustu áramót.
Á fundinum voru rædd ýmis útfærsluatriði að samningi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

9.Afrekssjóður Norðurþings

Málsnúmer 201404030Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir reglugerð Afreks- og viðurkenningarsjóðs Norðurþings. Ljóst að uppfæra þarf reglugerðina. Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

10.Nýir íbúar í Norðurþingi

Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir þá vinnu sem búið er að vinna í tengslum við móttökuáætlun vegna nýrra íbúa.Ljóst er að þörf er fyrir slíka áætlun.

11.Fjármál málaflokks 06 - tómstunda- og æskulýðsmál

Málsnúmer 201404031Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti samantekt á rauntölum rekstrar í janúar og febrúar ásamt áætlun fyrir árið 2014. Einnig fór tómstunda- og æskulýðsfulltrúi yfir frávik fyrir málaflokk og deildir á því tímabili. Nefndin lýsir yfir ánægju með reksturinn enda í góðu jafnvægi.

12.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi sagði frá nokkrum verkefnum;- Þjóðfundur ungmenna, sem haldinn var í Reykjavík.- Cities for youth, fjölþjóðleg ráðstefna um forvarnarmál.- Ungt fólk og lýðræði, sem haldin er á Ísafirði á sama tíma og þessi fundur fer fram. Þar á sveitarfélagið tvo fulltrúa.

Fundi slitið - kl. 16:00.