Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

31. fundur 03. júlí 2014 kl. 11:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Kristrún Ýr Einarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti rekstur málaflokks 06, tómstunda- og æskulýðsmál. Undir málaflokkinn tilheyra íþróttamannvirki á Húsavík, Raufarhöfn, Kópaskeri og í Lundi Öxarfirði. Einnig er rekstur á Frístundaheimilinu Tún á Húsavík og félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins. Vinnuskólinn er vistaður undir málaflokknum sem og ýmis forvarnarmál. Ungmennaráð heyrir undir Tómstunda- og æskulýðsnefnd og málefni nýrra íbúa. Starfsmenn eru í kringum 23 á ársgrundvelli. Mikið umleikis á sumrin með tilkomu sumarafleysinga og starfsemi Vinnuskóla Norðurþings.Sveitarfélagið rekur 3 sundlaugar í sveitarfélaginu, á Húsavík, á Raufarhöfn og í Lundi. Samskipti eru við íþrótta- og æskulýðsfélög og stuðningur við þau í ýmsu formi.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fjárhagsstöðu málaflokksins og er reksturinn í jafnvægi skv. fjárhagsáætlun. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

2.Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar 2014

Málsnúmer 201402027Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í bréfinu kemur fram að lagðar eru miklar kröfur á rekstraraðila sundlauga að hugað sé vel að öryggismálum sundstaðanna. Starfsfólk fái fræðslu um öryggismál og undirgangist hæfnismat.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur á það áherslu að öllum öryggiskröfum skv. reglugerð verði framfylgt.

3.Samningamál íþróttafélaga - Golfklúbbur Húsavíkur

Málsnúmer 201404029Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir Tómstunda- og æskulýðsnefnd vinnu við samningagerð við Golfklúbb Húsavíkur. Samningur milli sveitarfélagsins og GH rann út um síðustu áramót. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að eldri samningur haldi sér og unnið eftir honum meðan ekki hefur verið gengið frá nýjum samningi.

4.Skákfélagið Hrókurinn, ósk um styrk

Málsnúmer 201406042Vakta málsnúmer



Skákfélagið Hrókurinn óskar eftir stuðningi vegna starfs félagsins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd getur ekki orðið við beiðninni.

Fundi slitið - kl. 13:00.