Fara í efni

Skipulagstillögur á vinnslustigi - opið hús á Kópaskeri

Fimmtudaginn 11. janúar milli kl. 11:00-13:00 verður skipulagsfulltrúi Norðurþings með opið hús að Öxi, Bakkagötu 10 á Kópaskeri þar sem eftirfarandi skipulagstillögur á vinnslustigi verða til kynningar:

  • Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri
  • Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri
  • Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Í kjölfar kynningarinnar verða endanlegar tillögur unnar til formlegrar kynningar.
Íbúar, hagsmunaaðilar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér efni tillaganna.

Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri
Breyting á deiliskipulagi fiskeldis í Núpsmýri og umhverfisskýrsla
Breyting á deiliskipulagi í Núpsmýri -skjal 1
Breyting á deiliskipulagi í Núpsmýri - skjal 2
Breyting á deiliskipulagi í Núpsmýri - skjal 3
Breyting á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Húsavík, 8. janúar 2024
Skipulagsfulltrúi Norðurþings