Fara í efni

Fréttir

Norðurþing og Carbfix undirrita viljayfirlýsingu

Norðurþing og Carbfix undirrita viljayfirlýsingu

Sveitarfélagið Norðurþing og Carbfix hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2. Aðilar að viljayfirlýsingunni eru sveitarfélagið Norðurþing, Hafnasjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ohf., og Carbfix hf. og Coda Terminal hf.
21.05.2025
Fréttir
Soffía Gísladóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Nele Marie Beitelstein

Áttu þjóðbúning uppi í skáp?

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní nálgast og gestir frá vinabæ Húsavíkur, Karlskoga í Svíþjóð, stefna á að heimsækja okkur þann dag. Að því tilefni viljum við hvetja þau sem eiga þjóðbúninga að koma þeim í notkun þennan dag, hvort sem er að skarta þeim sjálf eða finna niðja sem getur klæðst búningnum á hátíðarhöldunum þennan dag.
21.05.2025
Tilkynningar

Leikskólakennarar óskast til starfa við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla

Lundarkot er leikskóladeild innan Öxarfjarðarskóla sem staðsettur er í Lundi við Öxarfjörð. Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með tæplega 60 nemendur skólaárið 2025-2026, þar af 20 börn í leikskóladeild. Leikskóladeild skólans er innanhúss í grunnskólanum og starfar í anda jákvæðs aga og uppeldisstefnu Johns Dewey. Samstarf er milli leik- og grunnskóla. Leitað er eftir þremur leikskólakennurum í 100% stöður sem þurfa að geta hafið störf um miðjan ágúst.
21.05.2025
Störf í boði

Laus tímabundin staða fjölmenningarfulltrúa

Norðurþing auglýsir eftir fjölmenningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu vegna fæðingarorlofs frá 1. júlí 2025 til 1. júní 2026. Starfshlutfall allt að 50%.
21.05.2025
Störf í boði

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla

Um er að ræða samkennslu árganga í þremur deildum; yngri (1.-4.b), miðdeild (5.-7.b) og unglingadeild (8. - 10.b)
21.05.2025
Störf í boði
Mynd: AG

Munum leiðina

Víða um land má sjá fjólubláa bekki en tilgangur þeirra er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu. Nú hefur Norðurþing bæst í hópinn og er bekkurinn staðsettur á Stangabakkanum. 
20.05.2025
Fréttir
Mynd: Unsplash KS

Kartöflugarðar/Potato gardens

Norðurþing býður að venju kartöflugarða til leigu við Kaldbak í sumar.
19.05.2025
Tilkynningar
Leik og sprell á Húsavík í sumar

Leik og sprell á Húsavík í sumar

Leik og Sprell verður á Húsavík, 5.-9. ágúst, kl. 14:00-17:00. Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.
15.05.2025
Tilkynningar
Mikil menningardagskrá á Raufarhöfn um helgina 16. - 18. maí

Mikil menningardagskrá á Raufarhöfn um helgina 16. - 18. maí

Mikil menningardagskrá verður á Raufarhöfn um helgina 16. - 18. maí.
14.05.2025
Tilkynningar
Tímabundnar myndavélar í Húsavíkurfjöru

Tímabundnar myndavélar í Húsavíkurfjöru

Tímabundnar myndavélar verða í Húsavíkurfjöru til föstudagsins 16. maí en þær eru á vegum alþjóðlega rannsóknarverkefnisins ICEBERG sem er fjármagnað af Evrópusambandinu. Myndavélarnar munu taka myndir á hverri klukkustund með það að markmiði að vakta það plast og annað rusl sem rekur á land í fjörunni.
13.05.2025
Tilkynningar

Ársreikningur Norðurþings og stofnana 2024

Ársreikningur Norðurþings 2024 var samþykktur í síðari umræðu í sveitarstjórn 8. maí sl. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er jákvæð um 388 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 232 milljónir króna.
13.05.2025
Fréttir
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið í sumar!

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið í sumar!

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
13.05.2025
Tilkynningar