Nú eru að hefjast framkvæmdir á gervisgrasi á PCC vellinum á Húsavík og því verður óheimilt að nota völlinn og gönguleið í kring á meðan framkvæmdum stendur.
Þann 21. maí 2025 nutu nemendur á miðstigi grunnskóla þess heiðurs að fá að sjá nýja leiksýningu byggða á vinsælum barnabókum Bjarna Fritzson, „Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi“. Tvær sýningar fóru fram í samkomuhúsinu á Húsavík, og alls tóku um 170 nemendur og fylgdarfólk þátt í viðburðinum – frá Borgarhólsskóla á Húsavík og þremur skólum úr sveitarfélaginu Þingeyjarsveit.
Alzheimersamtökin halda reglulega fræðsluerindi víðsvegar um landið, þar sem þau kynna starfsemi samtakanna og veita fræðslu um heilabilun og samskipti. Eitt af meginmarkmiðunum er að auka þekkingu og dýpka skilning á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra standa frammi fyrir.
Mánudaginn 2. júní kl. 17:00 verður fræðslufundur í Hlyn, húsnæði félags eldri borgara á Húsavík.
Sveitarfélagið Norðurþing og Carbfix hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2. Aðilar að viljayfirlýsingunni eru sveitarfélagið Norðurþing, Hafnasjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ohf., og Carbfix hf. og Coda Terminal hf.
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní nálgast og gestir frá vinabæ Húsavíkur, Karlskoga í Svíþjóð, stefna á að heimsækja okkur þann dag. Að því tilefni viljum við hvetja þau sem eiga þjóðbúninga að koma þeim í notkun þennan dag, hvort sem er að skarta þeim sjálf eða finna niðja sem getur klæðst búningnum á hátíðarhöldunum þennan dag.
Lundarkot er leikskóladeild innan Öxarfjarðarskóla sem staðsettur er í Lundi við Öxarfjörð. Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með tæplega 60 nemendur skólaárið 2025-2026, þar af 20 börn í leikskóladeild. Leikskóladeild skólans er innanhúss í grunnskólanum og starfar í anda jákvæðs aga og uppeldisstefnu Johns Dewey. Samstarf er milli leik- og grunnskóla. Leitað er eftir þremur leikskólakennurum í 100% stöður sem þurfa að geta hafið störf um miðjan ágúst.
Norðurþing auglýsir eftir fjölmenningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu vegna fæðingarorlofs frá 1. júlí 2025 til 1. júní 2026. Starfshlutfall allt að 50%.
Víða um land má sjá fjólubláa bekki en tilgangur þeirra er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu.
Nú hefur Norðurþing bæst í hópinn og er bekkurinn staðsettur á Stangabakkanum.
Leik og Sprell verður á Húsavík, 5.-9. ágúst, kl. 14:00-17:00.
Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.