Fara í efni

Fréttir

Hrúta- og menningardagar nálgast......

Hrúta- og menningardagar
17.09.2014

Menningar- og Hrútadagar á Raufarhöfn

Dagskráin er eftirfarandi :
06.09.2014

Jeppa-og gönguferð

Næsta ferð á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar er jeppa- og gönguferð á Öxarfjarðarheiði á laugardaginn, 6. september. Bærinn Hrauntangi stóð á miðri Öxarfjarðarheiði. Spottakorn vestur af Hrauntanga eru svonefndar Kvíar. En þar eru einkennilega fagrar hraundrangamyndanir suður af Rauðhólum, gömlum eldstöðvum á heiðinni. Lagt upp frá sæluhúsinu á heiðinni kl. 13:00. Veðurspáin er góð og upplagt að taka með sér nesti og eiga góðan dag í heiðinni.
02.09.2014

Hlutverk samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmi Norðausturlands í almannavarnaástandi

Unnið hefur verið að skipulagi áfallahjálpar á Íslandi síðastliðin 14 ár og við almannavarnaástand er það hlutverk aðgerðarstjórnar í lögregluumdæminu að virkja samráðshóp áfallahjálpar. Faglega heyrir áfallahjálp undir Landlæknisembættið en ábyrgð á skipulagi í almannavarnaástandi er hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
02.09.2014

Steinullarbíllinn – verkefni á Raufarhöfn 2014 ef næg þátttaka fæst

Í tengslum við byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn hyggst Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur bjóða niðurgreiðslu á ferð steinullarbílsins til Raufarhafnar þannig að húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis á Raufarhöfn geti nýtt sér þjónustu bílsins án þess að greiða fyrir ferðir hans til og frá Raufarhöfn. Verkefnið er kynnt af Byggðastofnun.
26.08.2014

Íbúafundur á Raufarhöfn

Íbúafundur veður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst kl. 18:00 í Grunnskólanum á Raufarhöfn. Allir sem láta sig málefni menningarviku Raufarhafnar varða eru hvattir til að mæta á fundinn. Boðið verður uppá súpu og brauð í lok fundarins kl.19:00. Íbúasamtök Raufarhafnar
26.08.2014

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn verður haldinn í Faxahöllinni á Raufarhöfn laugardaginn 4.október. Dagskráin verður nánar auglýst síðar.
23.08.2014

AFMÆLISBALL

Hið árlega afmælisball verður haldið í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn 16. ágúst nk. Gleðisveitin Happy leikur fyrir dansi.
30.07.2014

GRUNNSKÓLI RAUFARHAFNAR AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með 12 nemendur þar sem Uppbyggingarstefnan er höfð að leiðarljósi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherlsu á samvinnu sem og jákvæðni. Við auglýsum eftir matráð í 55% stöðu. Í starfinu felst umsjón með morgunmat og hádegismat 4 daga vikunnar ásamt skúringum á eldhússvæði.
20.07.2014

Starfsmaður/menn óskast til starfa í Ráðhúsi Raufarhafnar.

Símsvörun/póstafgreiðsla. Um er að ræða framtíðarstarf í 50% starfshlutfalli, vinnutími er frá kl. 08:45 til 12:45 með bréfbera starfi, annars frá kl.12:15 til 16:15 og felur í sér annars vegar símsvörun fyrir aðalskiptiborð Norðurþings, ásamt almennri póstafgreiðslu fyrir Íslandspóst. Fyrsti starfsdagur er 1.september.nk.
14.07.2014