Fara í efni

Fréttir

Kæru Þingeyingar

Ég á sæti á B-lista Framsóknarflokks fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, 9. sæti nánar tiltekið. Ekkert baráttusæti auðvitað en ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum og langaði því að skrifa ykkur bréfkorn og minna á okkur í Framsókn.
11.05.2014

V-listi opnar kosningaskrifstofu

Við erum að opna kosningaskrifstofu V-listans, framboð VG og Óháðra á laugardaginn næsta kl. 15:30. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verður með okkur.Kaffi og meððí fyrir alla. Um leið opnum við myndlistarsýningu Kára Sigurðssonar á staðnum og kynnum happdrætti þar sem aðalvinningur verður málverk eftir Kára. Svo verðum við auðvitað með málefnaskrána okkar og förum yfir það helsta í henni. Endilega kíkið til okkar!
09.05.2014

Aðalfundur Íbúasamtaka Raufarhafnar

Aðalfundur Íbúasamtaka Raufarhafnar verður haldinn í grunnskólanum miðvikudaginn 14. maí, kl. 20:00.
07.05.2014

„Ertu heima ?“

Eftir langan vinnudag ertu á heimleið. Þú gengur upp að útidyrahurðinni og þú byrjar strax að finna fyrir tilfinningu sem ekki er hægt að útskýra eða koma fingri á.
06.05.2014

Nýtum auðæfi landsins til sjávar og sveita

Forsenda góðs mannlífs á landsbyggðinni er atvinnuöryggi.
06.05.2014

Málefni fólks með sérþarfir.

Í þessum litla pistli langar mig að skrifa aðeins um hvernig það var að koma heim í þetta litla samfélag okkar, eftir að líf mitt og allra í kringum mig, tók ansi miklum breytingum.
06.05.2014

Verslunarhúsið á Kópaskeri til leigu

Verslunarhúsið á Kópaskeri e.h.f, auglýsir hér með til leigu verslunarhúsið að Bakkagötu 10 Kópaskeri
04.05.2014

Sumarvinna á Raufarhöfn

Þekkingarnet Þingeyinga, í samstarfi við Raufarhafnarhópinn og Byggðastofnun, auglýsir nú eftir háskólanema til að sinna sumarverkefni á Raufarhöfn.
01.05.2014

Félaginn bar auglýsir

Pub Quiz eða Bar Svar verður haldið á Félaganum Bar laugardagskvöldið 3. maí kl. 21:30.
30.04.2014

Nemendur Grunnskóla Raufarhafnar fyrr og nú ~ athugið!!

Nú styttist í að haldið verði upp á 50 ára afmæli núverandi skólahúsnæðis á Raufarhöfn! Okkur þætti vænt um ef nemendur skólans, gamlir sem nýir, gætu athugað hvort þeir eiga í fórum sínum myndir eða sögur tengdar skólastarfinu.
30.04.2014

Bingó!!

Fimmtudaginn 1. maí verður bingó í Félagsheimilinu Hnitbjörgum kl.14.00 á vegum Foreldrafélagsins Velvakanda. Spjaldið kostar 500 kr. og eru glæsilegir vinningar í boði. Foreldrafélagið Velvakandi kann þeim sem gefa vinninga bestu þakkir fyrir jákvæð viðbrögð. Í hléi verða seldar pylsur og gos.
29.04.2014

Leikskólinn Krílabær auglýsir eftir starfsmanni í sumar!

Starfsmann vantar á Leikskólann Krílabæ í sumar.
29.04.2014