Fara í efni

Vinabæir

Norðurþing á í vinabæjasamskiptum við nokkur sveitarfélög, flest á Norðurlöndunum. Samskipti hafa verið mismikil en alltaf einhver. Í þeim felast tækifæri fyrir íbúa sveitarfélaganna, ekki síst ungt fólk á sviði íþrótta og tómstunda.

                       
Álaborg
Iðnaðar- og háskólaborgin Álaborg við Limafjörð er vinabær Norðurþings í Danmörku. Íbúar eru um 123.000. Samskipti hafa verið töluverð og eiga margir Húsvíkingar góðar minningar af dvöl sinni í Álaborg og þátttöku á Álaborgarleikum.
Veffang Álaborgar: http://www.aalborg.dk/


Fredrikstad
Fredrikstad  er um 73.000 manna sveitarfélag á suðausturströnd Noregs. Aðal iðnaðurinn í bænum er ýmis konar efnaiðnaður og annar léttur iðnaður.  Á árum áður var þar mikil timburvinnsla og útflutningur og síðar skipasmíðar.
Veffang Fredrikstad: http://www.fredrikstad.kommune.no/


Karlskoga
Nobelsbærinn Karlskoga er vinabær Norðurþings í Svíþjóð. Þar búa um 27.000 manns. Bærinn var formlega stofnaður árið 1586 og á 17. öld hófst mikil járnvinnsla á svæðinu sem bærinn er þekktur fyrir.
Veffang Karlskoga: http://www.karlskoga.se/


Riihimaki
Riihimaki vinabærinn í Finnlandi er í suðurhluta landsins um 69 km norðan við Helsinki.  Í Riihimaki búa tæplega 29.000 manns.  Bærinn byggðist upp í kringum Riihimaki lestarstöðina, fyrstu stöðina sem byggð var við lestarteinana til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Lestarleiðin var opnuð árið 1869.
Veffang Riihimaki: http://www.riihimaki.fi/


Qeqertarsuaq
Á Grænlandi er vinabær Norðurþings Qeqertarsuaq. Bærinn er á Diskóeyju við vesturströndina og liggur rétt norðan við 69 breiddargráðu. Þar búa um 900 manns.  Í bænum er talsverð ferðaþjónusta og er hann einn af fáum stöðum á Grænlandi þar sem hægt er að fara í hundasleðaferðir í miðnætursólinni á sumrin.
Upplýsingar um Qeqertarsuaq: https://www.diskoline.dk/en/destination/qeqertarsuaq---godhavn


Eastport
Fjarlægasti vinabærinn og sá eini utan Norðurlandanna er Eastport í Maine fylki í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að í gildi sé samningur um vinabæjasamskipti hafa þau samskipti verið frekar stopul. Í Eastport búa um 2000 manns.
Veffang Eastport: http://www.eastport-me.gov/


Fuglafjörður
Fuglafjörður á Eysturey í Færeyjum er nýjasti vinabær Norðurþings. Vinabæjarsamningur sveitarfélaganna var undirritaður í Fuglafirði árið 2009. Fiskveiðar og fiskimjölsframleiðsla eru undirstöðu atvinnugreinar Fuglafjarðar. Á síðari árum hefur glæsileg menningarmiðstöð sem staðsett er í miðbænum borið hróður sveitarfélagsins víða. Í Fuglafirði búa um 1500 manns.
Veffang Fuglafjarðar: http://www.fuglafjordur.fo/