Leikskólar

Norðurþing rekur leikskólann Grænuvelli á Húsavík, og samrekna leik- og grunnskóla í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.  Einnig er leikskóladeild á Kópaskeri sem tilheyrir rekstri leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla. Í leikskólunum  eru nemendur á aldrinum eins til sex ára. Um inntöku barna í leikskóla fer samkvæmt reglum leikskólanna þar um. Leikskólar Norðurþings starfa eftir lögum um leikskóla 2008 nr. 90, Aðalnámskrá leikskóla 2011.

Grænuvellir á Húsavík

Leikskólinn var opnaður í september 2007 þegar tveir eldri leikskólar voru sameinaðir, leikskólinn Bestibær og leikskólinn í Bjarnahúsi. Grænuvellir er átta deilda leikskóli, deildirnar eru Árholt, Bali, Berg, Foss, Hóll, Róm, Tunga og Vilpa.
Leikskólinn er opin frá 7:45 - 17:00.

Leikskólastjóri: Sigríður Valdís Snæbjörnsdóttir siggavaldis@graenuvellir.is

Sími 464 6160.    Vefur Grænuvalla.

Áhersluþættir í starfinu á Grænuvöllum  eru: 

  • Virðing og vellíðan með áherslu á næringu, hreyfingu, leikgleði og lífsleikni.
  • Betri grunnur, bjartari framtíð- snemmtæk íhlutun vegna hreyfiþroska leikskólabarna
  • Frjáls leikur
  • Markviss málörvun
  • TMT- Tákn með tali
  • Tónlist
  • Útikennsla
  • Agastefnan Jákvæður agi

Nánari upplýsingar um starfið er að finna í námskrá leikskólans á heimasíðu hans en það byggir að miklu leiti á hugmyndafræði John  Dewey.

Einkunnarorð leikskólans eru hollusta, hamingja og heilbrigði.

Umsókn um leikskólavist

Umsókn um lækkun dvalargjalda

Umsókn um breyttan dvalartíma

 

Leikskóladeild Grunnskóla Raufarhafnar

Leikskóladeild er rekin innan Grunnskóla Raufarhafnar. Lögð er áhersla á heilsusamlegan lífsstíl og markvissa íþróttaiðkun nemenda. 
Leikskóladeildin er opin frá 7:45 - 16:00.
Skólastjóri: Magnús Matthíasson, magnusm@raufarhofn.is
 

Umsókn um leikskólavist

Vefur leikskóladeildar Grunnskóla Raufarhafnar

 Sími: 464 9870 

Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri og í Lundi

Öxarfjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli fyrir skólasamfélagið sem nær frá Kelduhverfi austur á Melrakkasléttu. Tvær leikskóladeildir starfa innan skólans, önnur er staðsett á Kópaskeri en hin í Lundi þar sem grunnskólinn er til húsa. Leikskóladeildin á Kópaskeri er starfrækt svo fremi sem að fjögur eða fleiri börn eru skráð í deildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs. Á sumrin er starfrækt ein leikskóladeild á Kópaskeri eða í Lundi eftir því hvar mestur fjöldi barna er hverju sinni.

Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla eru opnar frá 7:45 – 16:00.

Sími: 465 2244

Skólastjóri: Guðrún S. Kristjánsdóttir gudrunsk@nordurthing.is

Deildarstjóri leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla í Lundi: Elisabeth Erichsen Hauge.
Sími 465 2344
Deildarstjóri leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri: Kristín Ósk Stefánsdóttir.
Sími 465 2405
 

Nánari upplýsingar um starfið er að finna í námskrá leikskólans á heimasíðu hans en það byggir að miklu leiti á hugmyndafræði John Dewey og kenningum Lev Vygotsky.

Umsókn um leikskólavist

 

 

Starfs- og verklagsreglur

Starfsreglur leikskóla Norðurþings

Verklagsreglur Norðurþings vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags

Verklagsreglur Sambands sveitarfélaga vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags