Fara í efni

Leikskólar

Norðurþing rekur leikskólann Grænuvelli á Húsavík, og samrekna leik- og grunnskóla í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar. Í leikskólunum  eru nemendur á aldrinum eins til sex ára. Um inntöku barna í leikskóla fer samkvæmt reglum leikskólanna þar um. Leikskólar Norðurþings starfa eftir lögum um leikskóla 2008 nr. 90, Aðalnámskrá leikskóla 2011.

Grænuvellir á Húsavík
Leikskólinn var opnaður í september 2007 þegar tveir eldri leikskólar voru sameinaðir, leikskólinn Bestibær og leikskólinn í Bjarnahúsi. Grænuvellir er átta deilda leikskóli, deildirnar eru Árholt, Bali, Berg, Foss, Hóll, Róm, Tunga og Vilpa. 

Leikskólastjóri: Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir siggavaldis@graenuvellir.is
Sími 464 6160.   

Umsókn um leikskólavist 

Nánari upplýsingar um starfið er að finna í námskrá leikskólans á heimasíðu hans en það byggir að miklu leiti á hugmyndafræði John  Dewey.
Einkunnarorð leikskólans eru hollusta, hamingja og heilbrigði.     

Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi  
Öxarfjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli fyrir skólasamfélagið sem nær frá Kelduhverfi austur á Melrakkasléttu. Leikskólinn er staðsettur í Lundi.
Umsóknir um vistun berist til skólastjóra Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@oxarfjardarskoli.is

Skólastjóri: Hrund Ásgeirsdóttir 
Netfang: hrund@oxarfjardarskoli.is
Sími: 465 2244
Deildarstjóri leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla í Lundi: Arna Ósk Arnbjörnsdóttir 
                                                                                                                                                                                                                          

Nánari upplýsingar um starfið er að finna í námskrá leikskólans á heimasíðu hans en það byggir að miklu leiti á hugmyndafræði John Dewey og kenningum Lev Vygotsky.
Umsókn um leikskólavist

Hér má kynna sér starfsreglur leikskóla

Reiknivél fyrir afslátt af leikskólagjöldum

Eyðublað fyrir afslátt af leikskólagjöldum