Leikskólar
Norðurþing rekur leikskólann Grænuvelli á Húsavík, og samrekna leik- og grunnskóla í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar. Í leikskólunum eru nemendur á aldrinum eins til sex ára. Um inntöku barna í leikskóla fer samkvæmt reglum leikskólanna þar um. Leikskólar Norðurþings starfa eftir lögum um leikskóla 2008 nr. 90, Aðalnámskrá leikskóla 2011.
Grænuvellir á Húsavík
Leikskólinn var opnaður í september 2007 þegar tveir eldri leikskólar voru sameinaðir, leikskólinn Bestibær og leikskólinn í Bjarnahúsi. Grænuvellir er átta deilda leikskóli, deildirnar eru Árholt, Bali, Berg, Foss, Hóll, Róm, Tunga og Vilpa.
Leikskólinn er opin frá 7:45 - 16:15.
Áhersluþættir í starfinu á Grænuvöllum eru:
- Virðing og vellíðan með áherslu á næringu, hreyfingu, leikgleði og lífsleikni.
- Betri grunnur, bjartari framtíð- snemmtæk íhlutun vegna hreyfiþroska leikskólabarna
- Frjáls leikur
- Markviss málörvun
- TMT- Tákn með tali
- Tónlist
- Útikennsla
- Agastefnan Jákvæður agi
Nánari upplýsingar um starfið er að finna í námskrá leikskólans á heimasíðu hans en það byggir að miklu leiti á hugmyndafræði John Dewey. Einkunnarorð leikskólans eru hollusta, hamingja og heilbrigði.
Leikskóladeild Grunnskóla Raufarhafnar
Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi og á Kópaskeri
Öxarfjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli fyrir skólasamfélagið sem nær frá Kelduhverfi austur á Melrakkasléttu. Leikskólar eru staðsettir í Lundi og á Kópaskeri.
Á sumrin er starfrækt ein leikskóladeild á Kópaskeri eða í Lundi eftir því hvar mestur fjöldi barna er hverju sinni.
Árið 2021-2022 er leikskóladeild á Kópaskeri ekki starfrækt en áfram er opið fyrir umsóknir á deildina vegna skólaársins 2022-2023
Ef að lágmarki fjórar umsóknir berast fyrir 1. maí 2022 verður deildin starfrækt á næsta skólaári að því gefnu að búið verði að ráða starfsfólk á deildina fyrir 1. júní 2022.
Umsóknir um vistun berist til skólastjóra Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is
Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla eru opnar frá 7:45 – 16:00
Nánari upplýsingar um starfið er að finna í námskrá leikskólans á heimasíðu hans en það byggir að miklu leiti á hugmyndafræði John Dewey og kenningum Lev Vygotsky.
Umsókn um leikskólavist
Starfs- og verklagsreglur