Erindi til nefnda

Formleg erindi fá formlega meðferð í stjórnkerfinu.  Öll erindi sem ætluð eru til afgreiðslu sveitarstjórnar, byggðarráðs eða annarra nefnda eða ráða skulu berast á bæjarskrifstofur Norðurþings, stjórnsýsluhúsinu Ketilsbraut 7-9 640 Húsavík, Aðalbraut 2 675 Raufarhöfn eða Bakkagötu 10 670 Kópasker.  Einnig er hægt að senda formlega fyrirspurn með tölvupósti á netfangið nordurthing@nordurthing.is

Erindi til sveitarstjórnar og byggðarráðs er oft vísað beint til þeirrar nefndar eða embættismanna sem fjalla um málaflokkinn sem málið varðar. Viðkomandi nefnd eða embættismaður gerir síðan skriflega tillögu til byggðarráðs um afgreiðslu erindisins.  Byggðarráð afgreiðir erindið og fer það að lokum til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar inni í fundargerð byggðarráðs.