Fara í efni

Skipulags- og byggingarmál

Skipulags- og framkvæmdanefnd fer með skipulags- umhverfis- og byggingarmál. Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir nefndinni ráðgjöf og sér um að framkvæma samþykktir og ákvarðanir nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarfulltrúi afgreiðir byggingarleyfisumsóknir sem eru í samræmdi við deiliskipulag.  Afgreiðslur sínar kynnir hann skipulags- og framkvæmdarnefnd.  Hann fer yfir framlagðar teikningar m.t.t. reglugerðarákvæða og annast einnig byggingareftirlit.  Byggingarfulltrúi annast skráningar á stærðum mannvirkja og byggingarstigi til fasteignaskrár Þjóðskrár.  Á sama hátt annast hann samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins við Þjóðskrá vegna lóða og skráningu þeirra.

Skipulags- og byggingarfulltrúi: Gaukur Hjartarson
Sími: 464 6100
Netfang: gaukur@nordurthing.is