Frístundakort og frístundastyrkir

Tvenns konar kerfi er í gangi hjá Norðurþingi varðandi styrki fyrir ungmenni sveitarfélagsins.

Frístundakort

Annarsvegar er það frístundakort sem í raun er árskort í sund og átti einnig við um skíðasvæði hér áður fyrr. Gjaldtaka er hins vegar ekki á skíðasvæðum og því á kortið eingöngu við um sundstaði eins og áður sagði.
Hér að neðan má sjá reglur um frístundakort. Reglur um frístundastyrki má finna hér að neðan.

Frístundastyrkur
Frístundastyrkur er fjármagn sem nota má til niðurgreiðslu æfingagjalda til æfinga eða tómstundaiðkunnar. Frístundastyrkur er eingöngu greiddur út í gegnum rafrænt greiðslu og skráningarkerfi sem finna má með því að smella hér.
Í skráningarkerfinu er námskeið valið til iðkunnar og hakað við að nota eigi frístundarstyrk og við það lækkar upphæð til greiðslu um þá upphæð sem inn er skráð en getur þó aldrei verið hærri en hámarksupphæð styrks (17.500 kr. árið 2021).

Ef námskeið finnst ekki inní greiðslukerfi NORA hefur stofnun ekki gert samning við Norðurþing um notkun frístundarstyrkja eða eftir á að stofna námskeiðið.
Ef verið er að skrá einstakling í námskeið og valmöguleiki að nýta frístundastyrk kemur ekki upp skal hafa samband við skrifstofu Norðurþings.

Er félagið þitt ekki með samning við Norðurþing ?
Samningsform má finna hér og hafa skal samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings til að fá samning samþykktan.

Reglur um frístundarstyrki ársins 2022 má finna með því að smella hér.
 
Eftirtalin félög hafa gert samning við Norðurþing og hjá þeim er hægt að nota frístundarstyrki.
- Völsungur (skráning inná volsungur.is)
- Austri
- Tónlistarskóli Húsavíkur
- Akureyrarbær (nánari upplýsingar inná rosenborg.is, en hafa þarf samband við Norðurþing ef ekki er hægt að nýta styrk við skráningu)

Upphæð frístundastyrks
2018 = 6.000 kr. 
2019 = 10.000 kr.
2020 = 12.000 kr.
2021 = 15.000 kr.
2022 = 17.500 kr.
(Styrkur færist ekki á milli ára) 
_________________________________________________________________________

 

Staðfest  var á 10. fundi bæjarstjórnar Norðurþings 20. desember 2011 að taka aftur upp gjaldtöku á börn 6-17 ára í sundlaugum Norðurþings. Reglurnar voru uppfærðar og samþykktar á 48. fundi Tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings 9.febrúar 2016

Til að lágmarka kostnað á barnafjölskyldur í sveitarfélaginu var ákveðið að taka upp frístundakort. Frístundakortin eru í nafnspjaldastærð og þarf að framvísa þeim í afgreiðslum sundstaða sem sveitarfélagið rekur.

Uppfærðar reglur á frístundakortum. 

Reglur um frístundakort

Frístundakort eru í boði fyrir ungmenni sveitarfélagsins,  17 ára og yngri (að því almanaksári sem 18 ára aldri er náð). Kortið veitir aðgang að sundlaugum Norðurþings.

Frístundakortið stendur þeim til boða sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.

Frístundakortið kostar 3.000 krónur fyrir fyrsta barn og 2.000 krónur fyrir annað barn. Frístundakortið er frítt fyrir þriðja barn eða fleiri börn í fjölskyldu.

Frístundakortið gildir eitt ár frá útgáfudegi. Frístundakorti skal framvísa við komu í sundlaugar sveitarfélagsins.

Fyrirkomulag á afgreiðslu kortsins verður með eftirfarandi hætti:

Frístundakortin eru afgreidd og gefin út í sundlaugum Norðurþings.

Uppgjör vegna kortanna fer fram við afhendingu.

 

Samþykkt á 48. fundi Tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings 9.febrúar 2016

 

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Kjartan Páll Þórarinsson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings
464-6100
kjartan@nordurthing.is