Frístundakort og frístundastyrkir

Staðfest  var á 10. fundi bæjarstjórnar Norðurþings 20. desember 2011 að taka aftur upp gjaldtöku á börn 6-17 ára í sundlaugum Norðurþings. Reglurnar voru uppfærðar og samþykktar á 48. fundi Tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings 9.febrúar 2016

Til að lágmarka kostnað á barnafjölskyldur í sveitarfélaginu var ákveðið að taka upp frístundakort. Frístundakortin eru í nafnspjaldastærð og þarf að framvísa þeim í afgreiðslum sundstaða sem sveitarfélagið rekur.

Uppfærðar reglur á frístundakortum. 

Reglur um frístundakort

Frístundakort eru í boði fyrir ungmenni sveitarfélagsins,  17 ára og yngri (að því almanaksári sem 18 ára aldri er náð). Kortið veitir aðgang að sundlaugum Norðurþings.

Frístundakortið stendur þeim til boða sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.

Frístundakortið kostar 3.000 krónur fyrir fyrsta barn og 2.000 krónur fyrir annað barn. Frístundakortið er frítt fyrir þriðja barn eða fleiri börn í fjölskyldu.

Frístundakortið gildir eitt ár frá útgáfudegi. Frístundakorti skal framvísa við komu í sundlaugar sveitarfélagsins.

Fyrirkomulag á afgreiðslu kortsins verður með eftirfarandi hætti:

Frístundakortin eru afgreidd og gefin út í sundlaugum Norðurþings.

Uppgjör vegna kortanna fer fram við afhendingu.

 

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Kjartan Páll Þórarinsson
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings
464-6100
kjartan@nordurthing.is

 

Samþykkt á 48. fundi Tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings 9.febrúar 2016