Samþætting skóla og frístundastarfs
Haustið 2022 fór af stað samþættingsverkefni á Húsavík. Samþættingarverkefnið miðar að því að samþætta íþróttastarf,skóla og frístundir barna á aldrinum 4-8 ára.
Helstu markmið og kostir verkefnisins eru að :
- Gera skólastarf barna á 4. og 5. ári í leikskóla og 1. til 2. bekks í grunnskóla samþætt við íþróttir og tómstundir.
- Að samfella verði í dagskrá barna á þessum aldri og dagskrá þeirra sé lokið kl. 16
- Stuðla að auknum samvistum fjölskyldna
- Auka þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
- Jafna tækifæri barna til íþróttaiðkunar
Samið var við KPMG um verkstjórn og starfshópur myndaður sem samanstóð af fulltrúum frá Borgarhólsskóla/Frístund, Grænuvöllum, Völsungi og Norðurþingi.
Samþættingin felur í sér að íþróttaæfingar barna á þessum aldri séu hluti af starfsemi annars vegar leikskóla og hins vegar Frístundar. Til að byrja með eru í boði þær íþróttagreinar sem í boði hafa verið hjá Völsungi fyrir þennan aldurshóp: Blak,fimleikar og fótbolti.
Þjálfarar frá Völsungi sjá um æfingarnar en njóta aðstoðar starfsfólks Grænuvalla og Frístundar. Auk þess eru nemendur unglingastigs Borgarhólsskóla þjálfurum til aðstoðar sem hluti af valgreinum í skólanum.
Hér má finna nánari kynningu á verkefninu
Samþættingar dagatal 2023-2024