Félagslegt leiguhúsnæði

Umsjón:  Lára Björg Friðriksdóttir
Símanúmer: 464 6100Tilgangurinn með rekstri félagslegs leiguhúsnæðis er að tryggja framboð af leiguhúsnæði handa einstaklingum og fjölskyldum sem ekki hafa kost á að afla sér húsnæðis með öðrum hætti, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Markmið Norðurþings er að leysa það verkefni á metnaðarfullan og sanngjarnan hátt fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem eiga rétt á og vilja notfæra sér þá þjónustu.

Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði og sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.

  • Almennt félagslegt leiguhúsnæði er ætlað þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrðar og lágra launa.
  • Sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem er ætlað þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum fötlunar og þurfa umfangsmikla aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.

Líta ber á leigu í félagslegu leiguhúsnæði sem tímabundna úrlausn og geta breytingar til að mynda á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð eða fjárhagsstöðu leitt til endurskoðunar á leigurétti. Upplýsinga um þessa þætti er aflað á hverju ári.

Fjölskylduráð Norðurþings hefur sett sérstakar reglur um félagslegt leiguhúsnæði sem starfsfólk félagsþjónustunnar vinna eftir.

Félagsþjónusta Norðurþings veitir ráðgjöf og upplýsingar varðandi húsnæðismál og tekur á móti tekur við umsóknum um félagslegt húsnæði og heldur utan um biðlista.

Í umsókn þurfa að fram upplýsingar um umsækjanda, þar með talið lögheimili, fjölskyldugerð, nafn maka og barna á framfæri. Við vinnslu umsóknar skal leita upplýsinga m.a. um félagslegar aðstæður, lögheimili, tekjur og eignir.

Til þess að viðhalda gildi umsóknar þarf umsækjandi að endurnýja umsóknina sína í ágúst hvert ár. Endurnýjun skal berast félagsráðgjafa og getur hvort heldur verið skrifleg eða munnleg. Þá skal umsækjandi gera grein fyrir hugsanlegum breytingum á aðstæðum sínum og þeim þáttum er kunna að hafa áhrif á fyrirliggjandi mat á umsókn.