Orkuveita Húsavíkur
Orkuveita Húsavíkur ehf. er þjónustufyrirtæki í eigu sveitarfélagsins Norðurþings.
Skrifstofur Orkuveitu Húsavíkur
Ketilsbraut 7-9
640 Húsavík
Sími: 464-9850
Netfang: oh@oh.is
Einnig er hægt að hringja í skiptiborð Norðurþings í síma 464-6100
Áhaldahús Orkuveitu Húsavíkur
Höfða 13
640 Húsavík
Sími: 464-0914
Orkuveitan starfrækir hita- og vatnsveitu auk jarðvarmavirkjunar að Hrísmóum. Heitt vatn er aðkeypt frá Hveravöllum en vatnsból er í landi Húsavíkur.
Sveitarfélagið þjónustar fráveitu.
Nánari upplýsingar um Orkuveituna er að finna á www.oh.is
Neyðarsími vegna bilana vatns- og/eða hitaveitu er 464-0909.
Starfsemi Orkuveitunnar grundvallast á orkurannsóknum, vinnslu og framleiðslu raforku, varma og vatns og hvers konar annarra auðlinda sem og dreifingu og sölu afurða fyrirtækisins. Einnig leitast fyrirtækið við að nýta rannsóknir, þekkingu og/eða búnað félagsins til annarrar starfsemi, iðnþróunar og nýsköpunar. Félaginu er heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum.