Gjaldskrár

Gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings

Prenta gjaldskrá

Staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.        



Gjald:
Fullorðnir
1.800 kr nóttin / gistinótt nr. 3 er með 50% afslátt
13-17 ára
900
12 ára og yngri
frítt
Rafmagn
1.100 kr. sólarhringur
Þvottur
900 kr. skiptið

Gjaldskrá bókasafna

Prenta gjaldskrá

Tekið fyrir á 131. fundi fjölskylduráðs þann 18. október 2022 og staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023

Gjaldskrá bókasafna Norðurþings
Árgjald
2.150 kr.
Þriggja mánaða skírteini
917 kr.
Sektir
Bækur og tímarit
22 kr
Geisladiskar
22 kr.
DVD
161 kr.
Plöstun, prentun og ljósritun
Ljósritun A4
54 kr.
Ljósritun A3
75 kr.
Prentun A4
54 kr.
Litaprentun A4
269 kr.
Ljósmyndaprentun
484 kr.
Skönnun
215 k
Ljósmyndapappír 1x A4
269 kr.
Plöstun, kortastærð
215 kr.
Plöstun A4
376 kr.
Bókaplöstun, lítil/meðal
645 kr.
Bókaplöstun, stórt brot
1.075 kr.
Pantanir
Pöntun á safnefni
269 kr.
Millisafnalán, greinar
538 kr.
Millisafnalán, bækur og fleira
1.290 kr.

Gjaldskrá þjónustumiðstöðva

Prenta gjaldskrá

Tekið fyrir á 136. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 18. október 2022 og samþykkt í sveitarstjórn 1. desember 2022

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023

Verkstjóri
6.900 kr/klst
Iðnaðarmaður (OH)
5.782 kr/klst
Iðnaðarmaður (ÞM)
5.300 kr/klst
Tækjamaður
5.300 kr/klst
Flokkstjóri - sumar
4.500 kr/klst
Sumarstarfsmaður
3900 kr/klst
Bæjarvinnustarfsmaður
5000 kr/klst
Avant 2015
4.300 kr/klst
Kubota st401-2021
3260 kr/klst
Sexhjól- Can-am 6x6
3.225 kr/klst
Iveko pallbíll
5.400 kr/klst
Husquarna slátturvél
1.612 kr/klst
Sanddreyfari - Kubota
3.012 kr/klst
Kerrur
1.612 kr/klst
Stein-/malbikssög
1.612 kr/klst
Orf
890 kr/klst
Laufblásari
860 kr/klst
Dæla
821 kr/klst
Malarefni óunnið
300 kr. m3
Urðunarkostnaður
11,9 kr. kg
Snjótroðari
15.050 kr/klst

Gjaldskrá Borgin Sumarfrístund

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt í sveitarstjórn 1.12.2022

Almennt gjald
Fullt pláss:
26.000 kr
Hálft pláss (allt að 3 dagar)
16.131 kr.
Einstæðir:
Fullt pláss:
18.691 kr.
Hálf pláss (allt að 3 dagar)
11.639 kr.
Systkinaafsláttur:
50% fyrir annað barn m.v. fulla vistun
100% fyrir þriðja barn miðað við fulla vistun

Álagning gjalda 2023

Prenta gjaldskrá

 Á 413. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:


Eftirfarandi liggur fyrir í framlögðu yfirliti um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

Samþykkt í sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022

Útsvar
14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur
0,460 %
B flokkur
1,32 %
C flokkur
1,55 %
Lóðaleiga 1
1,50 %
Lóðaleiga 2
2,50 %
Vatnsgjald:
A flokkur
0,050 %
B flokkur
0,450 %
C flokkur
0,450 %
Holræsagjald:
A flokkur
0,100 %
B flokkur
0,275 %
C flokkur
0,275 %
Sorphirðugjald:
Þjónustugjald A - heimili
68.905 kr.
Þjónustugjald B - Sumarhús
34.541 kr.

Gatnagerðargjöld

Prenta gjaldskrá

 

 

Nr. 260 1. mars 2019

SAMÞYKKT
um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.
 
I. KAFLI
Almennt.
 
1. gr.
Almenn heimild.

Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í sveitarfélaginu Norðurþingi skal greiða byggingarleyfisgjald og afgreiðslu- og þjónustugjöld skv. samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Norðurþingi skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv. heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (219.118 kr./m², byggingarvísitala 140,2 stig fyrir október 2018).

II. KAFLI
Gatnagerðargjald.
2. gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds.
 

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Tengi- og heimæðargjöld aðveitna eru innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi.

3. gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýrra bygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði. Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Sama á við um aukinn byggingarrétt vegna stækkunar lóða.

b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.

Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.

 

 

4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Þessi byggingarkostnaður er í október 2018 219.118 kr./m². Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Samþykktin gildir jafnt fyrir leigulóðir og eignarlóðir þar sem sveitarfélagið stendur að gatnagerð. Gjöld upp talin í þessari grein hér að neðan gilda á Húsavík. Gatnagerðargjald vegna lóða og bygginga á Raufarhöfn, Kópaskeri og í Hrísateigi nema 60% af gatnagerðargjaldi á Húsavík.

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,0%

Parhús með eða án bílgeymslu 8,0%

Raðhús með eða án bílgeymslu 8,0%

Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 4,5%

Verslunar-, þjónustu-, iðnaðar- og annað húsnæði 5,5%

Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 4,0%

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr., skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

 

5. gr.
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:

a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.

b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 15 m.

c. Viðbyggingar innan íbúðarhúsalóða (einbýli, raðhús, parhús, fjölbýli) sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006.

 

6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.

Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

 

7. gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjald.
Um samninga um gatnagerðargjald af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið Norðurþing fyrir gildistöku samþykktar þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hafa undirgengist, fer samkvæmt eftirfarandi ákvæðum:

a. Gatnagerðargjald vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006: Ákvæði samþykktar um gatnagerðargjald í Húsavíkurkaupstað frá 21. maí 1997 gildir í öllu sveitarfélaginu um lóðir sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006. Þó skal ekki greiða gatnagerðargjald af viðbyggingum við íbúðarhúsnæði, sbr. 5. gr.

b. Gatnagerðargjald vegna lóða sem úthlutað var eftir 1. febrúar 2006 en fyrir 1. mars 2007: Ákvæði samþykktar um gatnagerðargjald í Húsavíkurkaupstað frá 21. febrúar 2006 gildir í öllu sveitarfélaginu um lóðir sem úthlutað var milli 1. febrúar 2006 og 1. mars 2007.

 

8. gr.
Áfangaskipti framkvæmda.

Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggst byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið. Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir við sérhvern byggingaráfanga. Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar. 

 

III. KAFLI
Tengigjald fráveitu.
 
 
9. gr.
Stofngjald.
 Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 243.345. Fyrir aðrar lóðir greiðist, á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins, kr. 366.401.

  

IV. KAFLI
 
Byggingarleyfisgjöld.
 
 
10. gr.
Flokkun bygginga og gjaldskrá. 

Samkvæmt samþykkt þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi/skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir. Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, útmæling og hæðarsetning fyrir uppslætti og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um lokaúttekt. Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr. 52.147.

Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:

Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur 488 kr./m² byggingar

Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir 399 kr./m² byggingar

Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. 310 kr./m² byggingar

Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. 886 kr./m² byggingar

 

V. KAFLI

Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.

 

11. gr.
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa.

Samkvæmt samþykkt þessari skal greiða gjald fyrir veitingu framkvæmdaleyfa vegna þeirra framkvæmda sem afla þarf framkvæmdaleyfis fyrir. Gjaldið má ekki vera hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins auk kostnaðar við tilheyrandi eftirlit með framkvæmdum. Lágmarksgjald vegna veitingar framkvæmdaleyfis er kr. 124.438.

Innifalinn í framkvæmdaleyfisgjaldi er kostnaður sveitarfélagsins vegna útgáfu og undirbúnings leyfisveitingar auk kostnaðar við eftirlit.

 
12. gr.
Gjöld vegna skipulagsvinnu.

Samkvæmt samþykkt þessari skal greiða gjald fyrir grenndarkynningar og deiliskipulagsbreytingar eins og hér greinir:

Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 26.685

Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 41.479

Lítil breyting á deiliskipulagsuppdrætti eða lóðarblaði kr. 89.872

Grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi kr. 41.479

Afgreiðsla deiliskipulagsbreytingar skv. 2. mgr. 43. gr. kr. 124.438

Afgreiðsla deiliskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 43. gr. kr. 165.918

Afgreiðsla nýs deiliskipulags skv. 40. og 41. gr. kr. 165.918

Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan fela í sér kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.

Landeigandi eða framkvæmdaaðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. Um ferli slíks deiliskipulags fer skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. 

 

VI. KAFLI

Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
 
 
13. gr.
Gjaldskrá.

Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi:

Hver endurskoðun aðaluppdrátta kr. 26.685
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 26.685
Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt kr. 26.685
Vottorð vegna vínveitingaleyfa kr. 26.685
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun kr. 53.232
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 133.010
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 53.232
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 26.685
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 26.685
Húsaleiguúttektir kr. 53.232
Útkall byggingarfulltrúa að óþörfu kr. 26.685
Afgreiðsla stöðuleyfis kr. 26.685
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr. mælingu kr. 26.685
Ljósritun: A4: 194 kr./blað, A3: 387 kr./blað
 
 
 

VII. KAFLI

Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur.

14. gr.
Greiðsluskilmálar.

Gatnagerðargjald skv. 4. gr., tengigjöld fráveitu skv. 9. gr. og byggingarleyfisgjöld skv. 10. gr. skal greiða innan mánaðar frá samþykki byggingaráforma, ella öðlast leyfi ekki gildi.

Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Gjöld vegna skipulagsvinnu skv. 12. gr. skal greiða áður en gildistaka skipulags er auglýst. Þjónustugjöld skv. 13. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.

15. gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.

Lögveðsréttur. Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

16. gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

Gjöld samkvæmt 4. og 9. gr. samþykktar þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4. og 9. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnverði án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógiltar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni. Gjöld vegna skipulagsvinnu skv. 12. gr. og þjónustugjöld samkvæmt 13. gr. eru óendurkræf. Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. 

 

VIII. KAFLI

Gildistaka.

17. gr.

Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Norðurþings, 13. desember 2018 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald, skipulagslögum nr. 123/2010, lögum um mannvirki nr. 160/2010 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi samþykkt sama efnis nr. 810/2016. Húsavík, 1. mars 2019.

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri. __________

B-deild – Útgáfud.: 18. mars 2019

Port of Nordurthing - Charges 2022

Prenta gjaldskrá
Tonnage- and quay dues                                                                                              ISK. per. unit
Tonnage dues per GT                                                                                                      ISK 17,8
Quay dues per GT for ships up to 10.000 BT                                                          ISK 9,5
Quay dues per GT for ships over 10.000 BT                                                           ISK 12,7
 
Reception dues:              
Mooring dues per person, daytime rate                                                                 ISK 16.793
Mooring dues per person, overtime rate                                                               ISK 28.376
               
Piloting dues:   
Piloting dues per GT per trip                                                                                        ISK 9,9
Piloting dues minimum rate per hour per trip                                                      ISK 91.928
Pilot transfer dues per trip                                                                                           ISK 66.308
Piloting dues inside the port area is at half price
 
In accordance with port regulation, all vessels exceeding 60 mt in length are required to use the services of a harbor pilot when maneuvering within ports under authority of ports of Nordurthing.  
 
Tugboat services:           
Tugboat dues, hourly rate per GT                                                                              ISK 12,2
Minimum rate per hour for the Tug Seifur (Stationed in Akureyri)               ISK 82.170
Minimum rate per hour for the Tug Sleipnir                                                          ISK 74.258
Max price for tug assistance                                                                                        ISK 342.370
 
The tugboat Sleipnir is normally stationed in port of Husavik.
Tugboat Seifur is in port of Akureyri and if needed due to size of the ship it is critical to order the tugboat in advance.
The price is according to the tariff at port of Akureyri and is paid by the user.
 
Passenger fees:
Passenger fee per person                                                                                             ISK 187 
 
Maritime security dues:
Security fee per person                                                                                                 ISK 128
Security dues per arrival                                                                                                ISK 57.391
Security guard, standard day rate per hour                                                           ISK 6.658
Security guard, overtime rete per hour                                                                   ISK 12.570
 
Waste management dues:          
a)
Waste dues per GT according to section a.                                                            ISK 0,87
Minimum dues according to section a.                                                                    ISK 6.413
Maximum dues according to section a.                                                                   ISK 57.592
               
b)
Waste dues per GT according to section b.                                                            ISK 0,66
Minimum dues according to section b.                                                                    ISK 6.290
Maximum dues according to section b.                                                                   ISK 28.189
 
c)
Ships and boats that arrive more than four times during the calendar year pay according to section b for their fifth arrival and for arrivals thereafter during the year.
 
Disposal dues:
e)           
Cruise ships over 60 mt in length shall pay per GT                                              ISK 1,75
 
h)
Disposal of waste:          
Disposal dues per m3 minimum fee                                                                         ISK 14.719
The fee is for one m3. When the cost will be grater for disposal of
waste in shore for the port, the ship must pay any resulting cost of
that disposal.
 
Water dues:      
Water dues cold water per m3                                                                                   ISK 397
               
Connection of water daytime rate per hour, min. one hours                          ISK 5.145
Connection dues for water nighttime per hour min one hours                      ISK 8.231
Minimum for callout after regular daytime is four hours.
               
Electricity dues:               
Electricity fee per KWh                                                                                                      ISK 20,2
Connection fee per hours daytime rate, min. one hours                                   ISK 5.145
Connection fee per hours overtime rate, min. one hours                                 ISK 8.234
Minimum for callout after regular daytime is four hours.               
Minimum quantity is 300 KWh                                                                                       ISK 6.052

Gjaldskrá Landleigu

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt á 79. fundi Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings þann 6. október 2020 og staðfest í sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2020.

Gjald í landleigu
6.500 kr. per. hektara á ári

Gjaldskrá Gámaleigusvæðis í Haukamýri

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt á 79. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings 6. október 2020  og staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2020.

20 feta gámur
3.000 kr. per. mánuð.
Bátakerra
3.000 kr. per. mánuð
40 feta gámur
6.000 kr. per. mánuð.

Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi

Prenta gjaldskrá
GJALDSKRÁ
fyrir leyfisgjald vegna hunda- og kattahalds, ásamt gjaldi vegna föngunar og vörslu óskilahunda og óskilakatta í Norðurþingi.

1. gr.

Hunda- og kattaeigendur í Norðurþingi, skulu greiða leyfisgjald skv. 6. gr., 9. gr., 15. gr., 16. gr, og 17. gr. samþykktar nr. 160/2019 um hunda- og kattahald í Norðurþingi, sem staðfest var af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 31. janúar 2019.

 

2. gr.

Af hundum skal innheimta hundaleyfisgjald skv. 6. gr. að upphæð kr. 12.301 á hvern hund í fyrsta sinn við skráningu og síðan árlega á gjalddaga sem sveitarfélagið ákveður.

Af köttum skal innheimta kattaleyfisgjald skv. 6. gr. að upphæð kr. 11.226 á hvern kött í fyrsta sinn við skráningu og síðan árlega á gjalddaga sem sveitarfélagið ákveður.

Innifalinn í leyfisgjaldi er eingöngu sá kostnaður sem bæjarfélagið verður fyrir vegna umfjöllunar, umsýslu, auglýsinga, skráningar, trygginga, eftirliti og aflestri. Allur annar kostnaður sem til fellur vegna hunds eða kattar, skal greiða af leyfishafa.

Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur.

Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

 

3. gr.

Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt um hunda- og kattahald í Norðurþingi, þ.m.t. óheimilli lausagöngu, handsömun, vörslu og skilum dýranna eða aflífun skv. 9. gr., 16. gr. og 17. gr. sömu samþykktar.

Við afhendingu handsamaðs hunds eða kattar skal leyfishafi greiða kr. 5.509 fyrir fyrsta skiptið sem hundur eða köttur er fangaður, í annað skiptið skal greiða kr. 11.018.

Fyrir óskráðan hund eða kött sem er handsamaður, skal eigandi greiða við afhendingu kr. 16.528.

Miðast greiðsla vegna föngunar við fjölda skipta sem hundur eða köttur er fangaður á almanaks­ári.

Ef til aflífunar hunds eða kattar kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunar­kostnað.

 

4. gr.

Ofangreind gjaldskrá var samþykkt af sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022, á grundvelli. 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og öðlast gildi við birtingu í Stjórnar­tíðindum. Við staðfestingu gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1519/2021.

Sjá á vef Stjórnartíðinda Nr. 1454/2022

Gjaldskrá meðhöndlun og förgun sorps

Prenta gjaldskrá
GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Norðurþingi.

1. gr.

Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Norðurþingi til þess að standa undir kostnaði við sorphirðu, er sem hér segir:

  1. Á hverja íbúð í þéttbýli, íbúðarhús utan þéttbýlis eða lögbýli, greiði húseigandi þjónustugjald: kr. 68.904.
  2. Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) greiðist þjónustugjald sem nemur 50% af fullu sorphirðugjaldi. Hálft gjald nemur kr. 34.541.
    Sumarhúsaeigendur fá klippikort og aðgang að gámasvæðum.

 

2. gr.

A. Rúmmál íláta og tíðni losana:
   
  Húsavík:
  Grá tunna 240 l     21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
  Brún tunna 120 l     21 dagur milli losana í 32 vikur
          14 dagar milli losana í 20 vikur, 20,5 skipti.
  Græn tunna 240 l     21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
   
  Reykjahverfi:
  Grá tunna 660 l     42 dagar milli losana (6 vikur), 8,7 skipti.
  Brún tunna 120 l     21 dagur milli losana í 32 vikur.
          14 dagar milli losana í 20 vikur, 20,5 skipti.
  Græn tunna 660 l     42 dagar milli losana (6 vikur), 8,7 skipti.
   
  Kópasker og Raufarhöfn:
  Eigin tunnur/ruslapokar     14 dagar milli losana (2 vikur), 26,9 skipti.
  Græn tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur), 13,4 skipti.
  Blá tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur), 13,4 skipti.
   
  Kelduhverfi, Öxarfjörður og Melrakkaslétta:
  Aðgangur að gámasvæðum
  Græn tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur) 13,4 skipti.
  Blá tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur) 13,4 skipti.
   
B. Greiðendur sorphirðugjalda geta óskað eftir stækkun íláta gegn viðbótargjaldi.
   
  Húsavík:
  Grá tunna 660 l kr. 17.244 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
  Grá tunna 1.100 l kr. 17.244 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti
  Græn tunna 660 l kr.   7.355 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti
  Græn tunna 1.100 l kr.   7.355 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti
   
  Reykjahverfi:
  Grá tunna 1.100 l kr. 17.921 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
           
  Græn tunna 1.100 l kr.   7.562 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti

 

3. gr.

Gjöld fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs samkvæmt 1. gr. skal innheimta með fasteigna­gjöldum. Gjöldin eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga.

 

4. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:

Í sorpstöð er notast við klippikort sem veitir aðgang að sorpstöð og nær yfir allan gjaldskyldan úrgang.

Innifalið í þjónustugjaldi er klippikort sem veitir heimild til að losa allt að 400 kg á ári, skipt niður í 20 losanir eða „klipp“.

Þjónustuaðili býður upp á viðbótarklippikort í þeim tilfellum sem klippikort innifalin í þjón­ustugjaldi eru að fullu nýtt. Verð á viðbótarklippikorti er skv. gjaldskrá þjónustuaðila.

Fyrirtæki greiða fyrir þjónustu í samræmi við gjaldskrá þjónustuaðila.

 

5. gr.

Tekið er á móti úrgangi sem úrvinnslugjald er lagt á, án endurgjalds.

Ekki er tekið gjaldfrjálst á móti dýrahræjum, en hægt er að framvísa klippikorti í þeim tilfellum eins og þegar um annan gjaldskyldan úrgang er að ræða.

Starfsmaður þjónustuaðila aðstoðar við að flokka úrgang að fenginni lýsingu úrgangshafa. Los­endur úrgangs eru ábyrgir fyrir greiðslu gjaldskylds úrgangs. Framvísun klippikorts er ígildi greiðslu.

 

6. gr.

Sveitarfélagið Norðurþing rekur urðunarstað á Kópaskeri þar sem heimilt er að urða úrgang sem á uppruna sinn á Kópaskeri, Raufarhöfn eða í dreifbýli í nágrenni þeirra. Heimilt er að taka við úrgangi sem hefur verið meðhöndlaður og flokkast ekki undir spilliefni samkvæmt reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang.

Sveitarfélagið Norðurþing rekur urðunarstað í Laugardal við Húsavík þar sem heimilt er að urða úrgang sem hefur verið meðhöndlaður og telst til óvirks úrgangs, sbr. tl. 2.1 í II. viðauka við reglu­gerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs.

Tekið er gjald fyrir móttöku sorps til urðunar sem ætlað er að standa undir rekstri urðunarstaða.

 

7. gr.

Gjald fyrir urðun úrgangs á urðunarstöðum í rekstri Norðurþings:

Kópasker

Allir flokkar sem er heimilt að urða     12,10 kr./kg (auk vsk ef við á).

 

8. gr.

Skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti þegar um er að ræða afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.

 

9. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjárnámi hjá gjaldanda án undangengins dóms, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989.

 

10. gr.

Gjaldskrá þessi er samþykkt af skipulags- og framkvæmdaráði og staðfest í sveitarstjórn Norður­þings 1. desember 2022, með stoð í 13. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Norður­þingi, nr. 646/2017, sbr. 43. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 23. gr. laga um með­höndlun úrgangs, nr. 55/2003. Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023. Jafnframt fellur úr gildi gjald­skrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Norðurþingi nr. 1518/2021.

 Sjá á vef Stjórnartíðinda hér / Nr. 1452/2022

Staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023

Gjaldskrá - rotþrær

Prenta gjaldskrá

Samþykkt á 118. fundi sveitarstjórnar þann 7. desember 2021.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2022

Gjaldskrá
fyrir hreinsun, tæmingu og eftirlit rotþróa í Norðurþingi

Árlegt rotþróargjald er óháð stærð rotþróa og miðast við losun annað hvert ár:
0-6.000 lítrar kr. 18.163 + vsk.

Sé rotþró losuð árlega skal innheimt sem hér segir:
0-6.000 lítrar kr. 36.325 + vsk.


Endurkomugjald (þ.e. ef þró er ekki tilbúin) 50% álag miðað við stærð þróar. Fjárhæð árgjalds miðast við að tæming og skoðun rotþróar eigi sér stað annað hvert ár. Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að tæma rotþró sérstaklega, skal greiða samkvæmt reikningi verktaka.
Fjárhæð árgjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota lengri barka en 50 metra. Ef leggja þarf lengri barka en 50 metra þá leggjast við kr. 8.727.


Gjaldskrá Slökkviliðs

Prenta gjaldskrá

Samþykkt á 128. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember 2022.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023

I. KAFLI

Almennt.

1. gr.

Verkefni Slökkviliðs Norðurþings ákvarðast annars vegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hins vegar af skilgreiningu á þjónustustigi liðsins ákveðnu af sveitarstjórn Norðurþings.

2. gr.

Slökkvilið Norðurþings innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.

3. gr.

Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almanna-hagsmunum og/eða fellur að markmiðum og skilgreiningu á þjónustu liðsins.

II. KAFLI

Lögbundin verkefni.

4. gr.

Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga.

Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 11.565., krónur.

5. gr.

Öryggisvaktir á mannvirki.

Allur kostnaður sem til kann að falla vegna öryggisvakta, skal greiddur af eiganda eða forráðamanni viðkomandi fasteignar.  Slökkviliðsstjóri skal gefa viðkomandi aðilum hæfilegan frest til úrbóta og tilkynna honum það með sannanlegum hætti áður en gripið verður til frekari aðgerða.

Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 46.259 kr., fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 11.565 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr., sbr. 2.tl. 2. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.

6. gr.

Lokun mannvirkis.

Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimt er 11.565 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 46.259 kr., auk 11.565 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 31. gr. laga um brunavarnir.

7. gr.

Dagsektir.

Ef ekki er brugðist við kröfu slökkviliðsstjóra um úrbætur, innan þess frests sem gefinn hefur verið, er slökkviliðsstjóra heimilt að leggja á dagsektir, enda hafi verið varað við álagningu þeirra þegar frestur var gefinn. Dagsektir renna til viðkomandi sveitarsjóðs og skal hámark þeirra vera 500.000 kr. á dag. Dagsektir má innheimta með fjárnámi. Innheimt er 11.565 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 31. gr. laga um brunavarnir.

8. gr.

Öryggis- og lokaúttektir.

Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 22.588 kr,. vegna hverrar úttektar. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 11.565,. kr fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir.

9. gr.

Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.

Fyrir fyrstu skoðun og gerð kröfugerðar skal ekkert innheimt.Við aðra skoðun og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 11.565,. kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund hafi kröfugerð verið uppfyllt. Hafi kröfugerð ekki verið uppfyllt skal innheimta að auki 46.259,. kr., Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 46.259 kr., auk 11.565 kr,. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir. 

10. gr.

Eftirfylgni útkalla vegna brunaviðvörunarkerfa.

Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð. Innheimt er fast gjald fyrir eina klukkustund, 11.565 kr,. fyrir eftirlitið á daglegum vinnutíma., Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 46.259,. kr., Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 9. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

11. gr.

Umsagnir.

Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum

um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra

málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Innheimt er fast gjald, 11.565 kr., fyrir hverja umsögn. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutímastarfsmanns eru innheimtar 46.259 kr., auk 11.565 kr,. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

II. KAFLI

Önnur verkefni og þjónusta.

12. gr.

Slökkviliðið sinnir einnig verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þau verkefni verða þó að falla að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa í sveitarfélaginu séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.

Fast tímagjald samkvæmt 4. gr. fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 11.565 krónur fyrir lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið er fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns innheimt með 35% álagi. Fast tímagjald fyrir vinnu sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum er því 15.247 kr., nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þar sem um sérstakan viðbúnað er að ræða, sbr. 12.-14. gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir, eða 121.974 kr.

13. gr.

Viðbúnaður vegna eldsvoða og mengunaróhappa.

Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögunum. Lögin gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunar-óhöppum á sjó og í lofti falla ekki undir lögin. Lögin ná því til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistarfa í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri. Lögin taka ekki til eldvarna í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.

 Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 121.974 kr., auk 15.247 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

14. gr.

Viðbúnaður vegna upphreinsunar.

Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.

Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 121.974 kr., auk 15.247 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

15. gr.

Viðbúnaður vegna verðmætabjörgunar og vatnsleka.

Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.

Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 121.974 kr., auk 15.247 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

16. gr.

Ráðgjafarþjónusta.

Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi, er þjónustan gjaldskyld. Skal slökkviliðsstjóri upplýsa eiganda eða forráðamenn viðkomandi fasteignar um gjaldtöku, komi til hennar, áður en eiginleg vinna fer fram og gera jafnframt grein fyrir hvert gjaldið er.

 Innheimtar eru 15.247 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

17. gr.

Tækjaleiga.

Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.

Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagningu á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari.

Tæki slökkviliðs Norðurþings skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimt er að lágmarki 60.987 kr., fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 15.247,. kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.

18. gr.

Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.

Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir heldur er kveðið á um slíka fylgd í lögreglusamþykktum og veitir lögreglustjóri ekki heimild til flutnings nema í fylgd slökkviliðs. Innheimt er að lágmarki 60.987 kr., fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 15.247 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.

19. gr.

Annað.

Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum eða er í samræmi við skilgreint hlutverk liðsins.  Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 16. gr. og að lágmarki 60.987 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 15.247 kr,. fyrir hverja byrjaða klukku-stund umfram fjóra tíma.

Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.

IV. KAFLI

Innheimta.

20. gr.

Slökkvilið Norðurþings annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.

Gjöldum sem til eru komin vegna öryggis- og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5. gr. til og með 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.

 

V. KAFLI

Gildistaka og lagastoð.

21. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglu-gerðum settum samkvæmt þeim, er samin af slökkviliðsstjóra og samþykkt af sveitarstjórn Norðurþings með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum. Gjaldskráin er einnig samþykkt af byggðaráði Norðurþings. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

F.h  Slökkviliðs Norðurþings 1. janúar 2023,

 

Grímur Kárason

__________


 Sjá á vef Stjórnartíðinda hér / Nr. 1453/2022

 

 

 

Gjaldskrá leikskóla

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt á 129. fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 4. október 2022 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá tekur gildi 1.janúar 2023.

Vistun mánaðargjöld
Almennt gjald
Einstæðir
1 klst.
3.980 kr.
2.860 kr.
4 klst.
15.920 kr.
11.442 kr.
5 klst.
19.900 kr.
14.302 kr.
6 klst.
23.880 kr.
17.163 kr.
7 klst.
27.860 kr.
20.023 kr.
8 klst.
31.840 kr.
22.884 kr.
8 1/2 klst.
35.820 kr.
25.774 kr.
Morgunverður
2.705 kr.
Hádegisverður
6.442 kr.
Síðdegishressing
2.705 kr.
Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma
kr. 1000.-
Systkinaafsláttur með 2. barni
50%
Systkinaafsláttur með 3. barni
100%
Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til leikskólastjóra/skólastjóra fyrir uppaf námsárs

Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur

Prenta gjaldskrá

Samþykkt á 129. fundi fjölskylduráði Norðurþings þann 4. október 2022 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá grunnáms tekur gildi 1.janúar 2023.

Einkatímar (6-20 ára) - fullt gjald:
Systkinaafsláttur 25%
60 mín
54.778 kr
41.083 kr.
40 mín
41.736 kr.
31.302 kr.
30 mín
35.213 kr.
26.410 kr
20 mín
28.693 kr.
21.510 kr.
Tveir eða fleiri (6-20 ára) fullt gjald:
Systkinaafsláttur 25%
60 mín
32.606 kr.
24.454 kr.
40 mín
26.085 kr.
19.564 kr.
30 mín
23.476 kr.
17.607 kr.
20 mín
19.564 kr.
14.673 kr.
GRUNNNÁM - Einkatímar 21. árs og eldri ( fullt gjald):
60 mín
71.690 kr.
40 mín
54.778 kr.
30 mín
46.952 kr.
20 mín
41.736 kr.
GRUNNNÁM - Tveir eða fleiri 21 árs og eldri (fullt gjald):
60 mín
42.387 kr.
40 mín
33.909 kr.
30 mín
29.998 kr.
20 mín
25.443 kr.
ANNAÐ:
Marimba
9.586 kr.
Hljóðfæraleiga
7.564 kr.

Gjaldskrá skólamötuneyta

Prenta gjaldskrá

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 4. október 2022 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.  

Hádegisverður grunnskólar
548 kr.
Í Borgarhólsskóla, Öxarfjarðarskóla og grunnskóla Raufarhafnar fá nemendur morgunverð, hádegisverð og ávexti
Hádegisverður leikskólar
547
Gjaldskrá mötuneyta fyrir árið 2023 mun innihalda 15% systkinaafslátt sbr. bókun fjölskylduráðs frá 15. nóvember 2022.

Gjaldskrá Frístundaheimilisins Tún

Prenta gjaldskrá

 

 Gjaldskrá þessi var staðfest í sveitarstjórn 1. desember 2022.

Gjaldskrá tekur gildi 1.janúar 2023.

Mánaðargjald
ALMENNT GJALD:
Vistun í 5 daga í viku
24.779 kr.
Vistun í 4 daga í viku
20.118 kr.
Vistun í 3 daga í viku
15.430 kr.
Vistun í 2 daga í viku
10.783 kr.
Vistun í 1 dag í viku
6.094 kr.
EINSTÆÐIR GJALD:
Vistun í 5 daga í viku
17.806 kr.
Vistund í 4 daga í viku
14.457 kr.
Vistun í 3 daga í viku
11.088 kr.
Vistun í 2 daga í viku
7.749 kr.
Vistun í 1 dag í viku
4.379 kr.
Systkinaafsláttur:
50% fyrir annað barn
100% fyrir þriðja barn
Innifalið í gjaldi er síðdegishressing

Gjaldskrá Sumarfrístundar

Prenta gjaldskrá


Staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022

Stök vika
7.934 kr.
Afsláttur:
11.019 kr. afsláttur af heildarverði ef allar vikur eru bókaðar í einu.
Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn
Einstæðir foreldrar fá 25% afslátt
Þeir sem ætla að nýta sér þann afslátt þurfa að setja sig í samband við forstöðumann frístundar.

Gjaldskrá íþróttamannvirkja Raufarhöfn/Lundur/Kópasker

Prenta gjaldskrá

    

Staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.        

Salur til útleigu
ÍÞRÓTTAHÚS LUNDUR/KÓPASKER
Leiga á sal fyrir barnaafmæli
5.500 kr.
Stakt skipti einstaklingur
650 kr.
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN RAUFARHÖFN
1/1 salur (pr. klst)
5. kr.
Árskort
10000 kr. (að auki 1.000 fyrir lykilkort*)
Árskort fyrir eldri borgara og öryrkja
5000 (1.000 kr fyrir lykilkort*)
* Lykilkortið kostar 1000 kr. sem fæst endurgreitt þegar kortinu er skilað.
** Börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum

Gjaldskrá Íþróttahöll Húsavíkur

Prenta gjaldskrá

                 

Staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.               

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst
8.170 kr.
2/3 salur pr. klst.
5.536 kr.
1/3 salur pr. klst.
4.085 kr.
Litli salur pr. klst.
4.085 kr.
Leiga á sal fyrir barnaafmæli
16.340
Leiga á stólum út úr húsi
516 kr. stk.
Leigugjald - heill sólarhringur
176.838 kr.
Leiga á sal utan hefðbundis opnunartíma ( morguntímar )
1/1 salur pr. klst
13.760 kr.
2/3 salur pr. klst.
11.019 kr.
1/3 salur pr. klst.
9.836 kr.
Litli salur pr. klst.
9.836 kr.

Gjaldskrá Sundlauga Norðurþings

Prenta gjaldskrá

Staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.        

FULLORÐNIR
Stakir miðar
1.100 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
6000 kr.
Afsláttarmiðar 30 stk.
14.545 kr.
Árskort
38.566 kr.
Árskort nr. 2 (fyrir fjölskyldumeðlim)
25.048 kr.
ELDRI BORGARAR ( 67 ÁRA OG ELDRI)
Stakir miðar
450 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
2.500 kr.
Árskort
18.211 kr.
Fjölskyldukort
9.406 kr.
Frítt fyrir 75% öryrkja
0 kr.
BÖRN 6-17 ÁRA
Stakur miði
450 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk
2.500 kr.
Frístundakort 1. barn
3.306 kr.
Frístundakort 2. barn
2.258 kr.
Frístundakort 3. barn
0 kr.
SUNDFÖT/HANDKLÆÐI
Sundföt
900 kr.
Handklæði
900 kr.
Handklæði / sundföt
2.000 kr.
Útleiga á Sundlaug með vaktmanni til námskeiða utan opnunar (klst)
9.836 kr.
Útleiga á Sundlaug á opnunartíma fyrir námskeið
5.536 kr.
*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum

Gjaldskrá Skíðasvæðis í Reyðarárhnjúk

Prenta gjaldskrá

 

Stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk.
Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur.

Staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.        

Stakur dagur:
Fullorðnir
1.000 kr.
Börn 6-17 ára
500 kr.
Eldri borgarar
500 kr.
Öryrkjar
500 kr.
Árskort
Fullorðnir
10.000 kr.
Börn 6 -17 ára
5.000 kr.
Eldri borgarar
5.000 kr.
Öryrkjar
5.000 kr.

Gjaldskrá Þjónustan heim

Prenta gjaldskrá

 Gjaldskráin er staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember 2022.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023.

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Norðurþingi
1.      gr.

Fyrir félagslega heimaþjónustu í Norðurþingi skal greiða gjald fyrir hverja unna
vinnustund sem nemur launaflokki 126  samkvæmt samningum

Starfsmannafélags Húsavíkur, að viðbættu orlofi, álagi og launatengdum gjöldum,

samtals:   3. 675. kr.

2.gr.

Varðandi gjaldskyldu fyrir félagslega heimaþjónustu gilda eftirfarandi

viðmiðunartekjur:

 1.  Undanþegnir gjaldskyldu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en
ellilífeyrir/örorkulífeyri, tekjutryggingu,heimilisuppbót og tekjutryggingarauka
frá almannatryggingum. Svo og þeir sem hafa samtals tekjur innan
framangreindra marka. eða 286.619, kr.   

 2.  Viðmiðunartekjur fyrir hjón eða sambýlisfólk með sameiginlegan fjárhag eru
þær sömu og tilgreindar eru í 1. lið, margfaldaðar með 1,5 eða 429.929,  kr.

3.  Tekið skal tillit til fjölda barna til 18 ára aldurs.

4.  Þjónustuþegar með tekjur sem eru allt að 50 % hærri en viðmiðunartekjur
skulu greiða gjald sem nemur 1/3 af tímakaupi starfsmanns

 5.  Þjónustuþegar með tekjur sem eru yfir 50 % hærri en viðmiðunartekjur skulu
greiða gjald sem nemur hálfu tímakaupi starfsmanns.

 6.  Þjónustuþegar með tekjur yfir 75 % hærri en viðmiðunartekjur, skulu greiða
fullt tímakaup starfsmanns.

 7.  Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald fyrir félagslega heimaþjónustu en sem
nemur 75 % af tekjum umfram það sem þeir fá frá Tryggingastofnun Ríkisins.

 8.  Viðmiðunartekjur sem nefndar eru í þessari málsgrein, hækka til jafns við
hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins.

9.  Ekki skal telja sérstaka uppbót lífeyristrygginga vegna læknis- og
lyfjakostnaðar og umönnunar- eða bensínstyrk almannatrygginga til
tekna. 

3.gr.

Heimilt er að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta félagslega heimaþjónustu eða

fella greiðslu alveg niður. Skal þá farið eftir reglum um fjárhagsaðstoð.

4.gr.

Tekið er tillit til fjölda barna á heimili þjónustuþega, 18 ára og yngri og skal draga
meðlags upphæð frá Tryggingastofnun ríkisins kr. 39.696. kr frá heildartekjum
þjónustuþega fyrir hvert barn, áður en reiknað er út í hvaða gjaldflokki heimilið
lendir.

 

 Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund er kr.  3.675.- frá 01.01.2023.

 

Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir:

 Gjaldflokkur:

Allt að  286.619 kr pr. mán                                                               0 kr/klst    

Á bilinu 286.619 –  415.966  kr/mán                                              1. 225  kr/klst           

Á bilinu 415.966.  –  477.953  kr/mán                                            1.837  kr/klst     

Yfir  477.953,-  kr/mán                                                                   3.675  kr/klst   

 

Tekjumörk hjóna kr/mán.

Allt að 429.929                                                                                        0 kr/klst    

Á bilinu 429.929 – 623.949  kr/mán                                                  1.225  kr/klst   

Á bilinu 623.949  – 716.929 kr/mán                                                  1.837 kr/klst   

Yfir  716.929  kr/mán                                                                        3.675 kr/klst  

 

Tekjumörk  örorku/endurhæfingarlífeyrisþega er  286.619 pr. mán

Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2023.



 

Gjaldskrá Skammtímadvöl og Sólbrekku

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt á 127. fundi fjölskylduráðs Norðurþings 13. september 2022 og staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023. 

SKAMMTÍMADVÖL 16 ÁRA OG ELDRI:
Fæðisgjald
769 pr/sólarhring

Gjaldskrá Miðjan

Prenta gjaldskrá


Samþykkt á 127. fundi fjölskylduráðs Norðurþings 13. september 2022 og staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023. 

Heill dagur með hádegismat
1.422 kr.
Hálfur dagur án hádegimatar
599 kr.

Gjaldskrá Frístund 10 - 18 ára (Borgin)

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt á 127. fundi fjölskylduráðs Norðurþings 13. september 2022 og staðfest 1. desember 2022 í sveitarstjórn Norðurþings.
Gjaldskrá tekur gildi 1.janúar 2023.

Mánaðargjald
ALMENNT GJALD:
Fullt pláss
25.177 kr.
Hálft pláss (allt að 3 dagar í viku)
14.473 kr.
EINSTÆÐIR:
Fullt pláss
19.648 kr.
Hálft pláss (allt að 3 dagar í viku)
11.294 kr.
SYSTKINAAFSLÁTTUR:
50% fyrir annað barn m.v. fulla vistun
12.589 kr.
100% fyrir þriðja barn
Innifalið í mánðargjaldi er síðdegishressing/matarkostnaður

Gjaldskrá Ferðaþjónustu - ferilbíll

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023. 

Megintilgangur ferðaþjónustu er að notendur geti stundað vinnu, nám, þjálfun, notið heilbrigðisþjónustu, hæfingar hvers konar og tómstunda. Ferðir vegna vinnu, þjálfunar, heilsugæslu og hæfingar ganga fyrir öðrum ferðum. Fjöldi ferða til annarra nota er háður takmörkunum og miðað við að þær séu ekki fleiri en 16 á mánuði. Miða skal við að ferðir fyrir einstakling verði ekki fleiri í heild en 44 á mánuði. Heildar fjöldi ferða verði því eigi fleiri en 60 í mánuði. Þetta eru gjaldfríar ferðir.

Ferðaþjónusta aldraðra
553 kr. hver ferð.
ef farið fleiri en 16 ferðir á mánuði greiðast 1.105 kr. fyrir hverja ferð
10 ferða kort: 5.530 kr. Kortin eru seld í afgreiðslu Stjórnsýsluhússins á Húsavík
Ferðaþjónusta fatlaðra
Á milli kl. 08:00 - 16:00
0 kr.
Á öðrum tíma
Greiðist gjald sem stendur undir kostnaði launa- og eldsneytis.

Gjaldskrá - stuðningsfjölskylda

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt á 127. fundi fjölskylduráðs Norðurþings 13. september 2022 og staðfest í sveitarstjórn Norðurþings 1. desember 2022.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023.

STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR SKV. BARNAVERNDARLÖGUM
pr. sólarhring
25.520 kr.
Álagsgjald
31.840 kr.
STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR SKV. LÖGUM UM FATLAÐ FÓLK
Umönnunarflokkur 1
43.844 kr.
Umönnunarflokkur 2
33.927 kr.
Umönnunarflokkur 3
26.126 kr.