Sumarfrístund 2022

 
Sumarfrístund 2022                                                                         
Sími: 663-5290
Heimilisfang: Stórigarður 8, efri hæð í Íþróttahöll Húsavíkur (Grænatorg)
 
Starfsfólk 
Kristinn Lúðvíksson, Forstöðumaður – kristinn@nordurthing.is
Unnur Lilja – Frístundaleiðbeinandi 
Rafnar Máni Gunnarsson
Sigurður Már Vilhjálmsson
Daníel Máni Einarsson
Einar Örn Sigurðsson
Berglind Ósk Ingólfsdóttir
Brynja Kristín Elíasdóttir
Kristján Leó Arnbjörnsson
Þórdís Ása Guðmundsdóttir

(ATH. starfsmenn sinna einnig öðrum verkefnum eins og td vinnuskóla og geta því færst til á milli daga)
 
 
Verður Sumarfrístund allan daginn?
Já, en hádegishlé er á milli 12.00-13.00.
Skrá verður sérstaklega í fyrir og eftir hádegi.
 
Sumarfrístund verður í boðið frá 13:00 - 16:00 og skráning í hana fer í gegnum Sportabler. 
 
ATH! Sótt er um í sitthvoru lagi fyrir sumarfrístund fyrir hádegi og annars vegar Sumarfrístund eftir hádegi í gegnum Sportabler.
Barn sem skráð er í Sumarfrístund fyrir hádegi er því ekki sjálfkrafa skráð í frístund fyrir hádegi og svo öfugt. 
 
Hvað er Sumarfrístund ? 
Sumarfrístund er starfrækt á Húsavík fyrir 1. – 4. bekk. Markmiðið er að brúa bilið fyrir börn eftir að skóla lýkur að vori og fram að því að grunnskóli hefjist að nýju að hausti. Einnig hafa börn sem eru að fara hefja nám í 1. bekk grunnskóla aðgang að Sumarfrístund frá því að sumarleyfi lýkur.

Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá, skipulagt starf í samstarfi við félög og einstaklinga í bænum,  þar sem leikur, fjör, hreyfing, vettvangsferðir og ýmislegt fleira verður í boði.

Skráning og verð 
Skráningu fyrr hluta sumars líkur þriðjudaginn 30.maí
Skráningu síðara tímabilið líkur fimmtudaginn 30.júní 
Skráningar munu fara fram í gegnum Sportabler.  
Verð fyrir hverja viku/námskeið fyrir sig er 7.380 krónur. Vikan er ódýrari ef lokað er einhvern dag vikunnar (td 17.júní).
Ef valið er allt sumarið í einu er verðið 31.078 kr. (10.250 kr í afslátt miðað við að velja stakar vikur). 
Greiðsluseðill besrt í heimabanka en athugið að seðilgjald bætist við hverja viku sem sótt er um. 
ATH: borga þarf hverja viku fyrir sig, eða sækja um allt sumarið í einu.
 
Námskeið eru ekki endurgreidd ef að barn forfallast.
 
Frístundastyrk barns er hægt að nýta í Sumarfrístund eftir hádegi
 
Fyrir hverja og hvenær ?

Fyrir sumarfrí (árg 2012 - 2015)
* 7-10. júní  
* 13-16 júní 
* 20-24 júní 
* 27.júní – 1.júlí

--- sumarfrí frá 4.júlí - 8.ágúst - lokað ---

Eftir sumarfrí (2012 - 2016)
* 8-12. ágúst
*15-19. ágúst

Fyrirkomulag Sumarfrístundar ?
Dagskrá Sumarfrístundar Norðurþings er yfir tímabilið 7. júní til 1. júlí, fer þá í sumarfrí samhliða leikskólanum en hefst aftur 8.ágúst til 19. ágúst og er frá 13:00-16:00. 
Dagskráin er skipulögð með þeim hætti að hver vika er tilgreint sem eitt námskeið – s.s. hvert námskeið er ein vika og þarf að skrá í hvert námskeið fyrir sig. 
Ætlast er til að mætt sé stundvíslega kl.13:00 og sótt að loknum degi kl.16:00. 
Ekki er boðið upp á miðdegishressingu og því þurfa börnin að koma nestuð.

ATH: Sumarfrístund er ekki opin eftirtalda frídaga:
17.júní
4.júlí - 8.ágúst (sumarfrí)
 
 
Algengar spurningar:
Hvað með forföll?
Foreldrar láta vita af forföllum í  síma 663-5290 eða með SMS eða á netfangið tun@nordurthing.is
- Er einhver sérstakur klæðnaður?
Ætlast er til að börn komi ávallt klædd eftir veðri og komi með þann klæðnað sem tilgreindur er í dagskrá.
- Hvar er Sumarfrístund?
Sumarfrístund er staðsett á efri hæð í Íþróttahöll Húsavíkur (Grænatorg).
- Hvernig greiðir maður?
Allar greiðslur fara fram í gegnum Sportablerkerfið.
Einnig er hægt að millifæra en þá þarf að hafa samband við forstöðumann fyrst, kristinn@nordurthing.is

- Afsláttur?
Systkinaafsláttur er :
50% fyrir annað barn.
100% fyrir þriðja - ATH hafa þarf samband við forstöðumann kristinn@nordurthing.is áður en skráð er í Sportabler fyrir 3 barnið til að virkja afslátt.

25% afsláttur fyrir einstæða foreldra - þeir sem ætla að nýta sér þennan aflslátt verða fyrst að hafa samband við forstöðumann frístundar - kristinn@nordurthing.is áður en þau skrá barn í Sportabler. 
10.250 kr afsláttur ef skráð er á allt sumarið í einu lagi.