Fara í efni

Sumarfrístund 2025

 
Mynd : Gaukur HjartasonSumarfrístund 2025                                                                       
Netfang: fristund@borgarholsskoli.is
Sími: 624-2781
 
Starfsfólk 

Listi yfir starfsfólk kemur inn þegar búið er að ganga frá öllum ráðningum.

Dagskrá verður birt þegar nær dregur

 Skrá í gegnum Sportabler

Öll skráning í Sumarfrístund fer í gegnum sportabler líkt og síðustu ár. 

 

Opnunartími:
Daglega: 08:00-16:00, opið er í hádeginu.

Foreldrar vinsamlegast beðnir um að virða það að sækja börn sín á tilsettum tíma í lok dags.

Skráning og verð 

- 10. júní - fyrsti dagur
- 7. júlí – síðasti dagur fyrir sumarfrí
- 5. ágúst – fyrsti dagur eftir sumarfrí
- 15. ágúst – síðasti dagur sumarfrístundar

Verð fyrir viku í sumarfrístund er 15.000 kr.-. Vikan er ódýrari ef lokað er einhvern dag vikunnar (td frídag verslunarmanna, 17.júní eða þess háttar).

11.700 kr. afsláttur af heildarverði af allar 6 vikur eru bókaðar í einu.

Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.

Einstæðir fá 25% afslátt (þeir sem ætla að nýta þann afslátt þurfa að setja sig í samband við forstöðumann frístundar áður en barnið er skráð).

ATH. borga þarf hverja viku fyrir sig, eða sækja um allt sumarið í einu (6 vikur).

Námskeið eru ekki endurgreidd ef að börn forfallast.

Frístundastyrk barns er hægt að nýta í Sumarfrístund.
 

Fyrir hverja og hvenær?

Fyrir hverja og hvenær?

Fyrir sumarfrí (árg 2015-2018)

Sumarfrístund – vika 1 – (10. júní - 13. júní)
Sumarfrístund – vika 2 – (16. júní - 20. júní)
Sumarfrístund – vika 3 – (23. júní - 27. júní)
Sumarfrístund – vika 4 – (30. júní - 4. júlí)

Lokað fyrir skráningu – föstudaginn 30. maí 2025

Lokað 7.júlí – 4.ágúst (4 vikur)

Eftir sumarfrí (árg. 2015-2019)

Sumarfrístund – vika 5 – (5. ágúst - 8. ágúst)
Sumarfrístund – vika 6 – (11. ágúst - 15. ágúst)

Lokað fyrir skráningu föstudaginn 27.júní 2025

Fyrirkomulag Sumarfrístundar 

Dagskrá Sumarfrístundar Norðurþings er yfir tímabilið 10. júní til 4. júlí, fer þá í sumarfrí samhliða leikskólanum en hefst aftur 5. ágúst til 15. ágúst. Sérskráning í vetrarfrístund verður 18-19.ágúst og skólasetning 20.ágúst og hefst vetrarfrístund frá og með þeim degi.
Dagskráin er skipulögð með þeim hætti að hver vika er tilgreind sem eitt námskeið – s.s. hvert námskeið er ein vika og þarf að skrá á hvert námskeið fyrir sig.
Boðið upp á ávaxtastund á morgnana en börnin þurfa að koma nestuð fyrir hádegismat og síðdegiskaffi.

ATH: Sumarfrístund er ekki opin eftirtalda frídaga:

17.júní
7.júlí – 4.ágúst (sumarfrí)
4.ágúst frídagur verslunarmanna

Algengar spurningar:

Hvað með forföll?
Foreldrar láta vita af forföllum í 624-2781 eða með SMS eða á netfangið fristund@borgarholsskoli.is

- Er einhver sérstakur klæðnaður?
Ætlast er til að börn komi ávallt klædd eftir veðri og komi með þann klæðnað sem tilgreindur er í dagskrá.

- Hvar er Sumarfrístund?
Sumarfrístund er staðsett í Borgarhólsskóla - inngangur sem snýr í vestur

- Hvernig greiðir maður?
Allar greiðslur fara fram í gegnum Abler kerfið.