Sumarfrístund 2023

 
Sumarfrístund 2023
 
Mynd : Gaukur Hjartason
Sumarfrístund 2023                                                                         
Sími: 663-5290
Heimilisfang: Borgarhólsskóli (inngangur sem snýr í átt að FSH og höll)

Starfsfólk 
Unnur Lilja Erlingsdóttir 
Kristín Elísa Sigurðsson
Kristján Leó Árnbjörnsson
Sara Kristín Smáradóttir                                                                                         
Helgi Jóel Lund
Fuahd Raymond Adeoti
Berglind Ósk Ingólfsdóttir (skipulag og utanumhald)

(ATH. starfsmenn sinna einnig öðrum verkefnum eins og td vinnuskóla og geta því færst til á milli daga)
 
 
Verður Sumarfrístund allan daginn?
Já, en hádegishlé er á milli 12.00-13.00.
Skrá verður sérstaklega í fyrir og eftir hádegi.
 
Sumarfrístund verður í boðið frá 13:00 - 16:00 og skráning í hana fer í gegnum Sportabler. 
 
ATH! Sótt er um í sitthvoru lagi fyrir sumarfrístund fyrir hádegi og annars vegar Sumarfrístund eftir hádegi í gegnum Sportabler.
Barn sem skráð er í Sumarfrístund fyrir hádegi er því ekki sjálfkrafa skráð í frístund fyrir hádegi og svo öfugt. 
 
Hvað er Sumarfrístund ? 
Sumarfrístund er starfrækt á Húsavík fyrir 1. – 4. bekk. Markmiðið er að brúa bilið fyrir börn eftir að skóla lýkur að vori og fram að því að grunnskóli hefjist að nýju að hausti. Einnig hafa börn sem eru að fara hefja nám í 1. bekk grunnskóla aðgang að Sumarfrístund frá því að sumarleyfi lýkur.

Í sumar mun sumarfrístund hafa heimahöfn í Borgarhólsskóla og munum við nýta okkur húsnæði skólans í daglegu starfi.

-          Fyrir hádegi er áhersla á frjálsan leik og má nefna að skipulagðar æfingar hjá Völsungi eru fyrir hádegi og má reikna með að mörg börn vilji nýta sér það.
Skipulagðar íþróttaæfingar verða ekki hluti af sumarfrístund líkt og hefur verið í vetur og því þarf að skrá sérstaklega í æfingar hjá íþróttafélögum.

-          Eftir hádegi stefnt að vinnu með hópastarf með fjölbreyttri dagskrá. Vettvangsferðir af ýmsu tagi verða til staðar en þó ekki í jafn miklu mæli og fyrri ár. Fjöldi barna gerir það að verkum að við munum skipuleggja megnið af starfinu út frá skólalóð og íþróttahöll.