Aðalskipulag
Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og skal taka til alls lands viðkomandi sveitarfélags. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu til minnst 12 ára. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir deiliskipulagsgerð einstakra svæða í sveitarfélaginu.
Í gildi er Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 m.s.br.
Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030 var undirritað til staðfestingar af umhverfisráðherra þann 22. desember 2010.
Ef misræmi er á milli undirritaðra skipulagsgagna sem eru varðveitt hjá Skipulagsstofnun og gagna sem birt eru í Skipulagsvefsjánni, þá gilda undirrituðu gögnin.
Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030