Menningarmál

Menningarfulltrúi hefur umsjón með menningar- og safnamálum. Hann er fulltrúi Æskulýðs- og menningarnefndar og sér um að framkvæma samþykktir og ákvarðanir nefndarinnar sem snúa að menningarmálum.

Menningarfulltrúi: Snæbjörn Sigurðarson
Sími: 464 6100 Fax: 464 6101
Skrifstofa: Stjórnsýsluhús Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík.
 

Helstu verkefni:

Hlutverk menningarfulltrúa er að hafa yfirumsjón með menningarviðburðum og menningartengdri starfsemi ásamt bókasöfnum sveitarfélagsins. Þá hefur hann umsjón með undirbúningi og upplýsingagjöf til fræðslu- og menningarnefndar og skal fylgja eftir stefnumörkun og ákvörðunum nefndarinnar sem snúa að menningarmálum.

Að auki situr menningarfulltrúi í fjölmörgum stjórnum stofnana sem sveitarfélagið er aðili að og sinnir málefnum lista- og menningarsafna.

Lista- og menningarsjóður Norðurþings