Fara í efni

Málaflokkar

Starfsemi Norðurþings er þannig háttað að fulltrúar í nefndum ákvarða um einstök mál, móta stefnu í málaflokknum og samþykkja reglugerðir sem heyra undir viðkomandi nefnd. Hver nefnd hefur sína fulltrúa eða framkvæmdarstjóra sem sér um að vinna eftir ákvörðunum nefndarinnar.

Byggðaráð
Ráðið hefur umsjón og eftirlit með fjármálalegri starfsemi Norðurþings.
Fjármálastjóri: Bergþór Bjarnason
 
Fjölskylduráð Norðurþings
Ráðið fjallar um málefni grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla. 
Ráðið fer með málefni félagsþjónustu í sveitarfélaginu meðal annars þjónustu við fatlaða og aldraða, barnavernd, liðveislu og forvarnir. 
Ráðið fer með málefni er tengjast íþrótta-, tómstunda-, og æskulýðsmálum á vegum sveitarfélagsins, auk menningarmála.
 
Ungmennaráð, Öldungaráð Norðurþings og Notendaráð Norðurþings heyra undir fjölskylduráð.
 
Fræðslufulltrúi: Jón Höskuldsson
Félagsmálastjóri: Lára Björg Friðriksdóttir
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi: Hafrún Olgeirsdóttir
Fjölmenningarfulltrúi: Nele Marie Beitelstein
 
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings
Ráðið fer með málefni sem tengjast skipulagsmálum og byggingarframkvæmdum meðal annars gerð aðal- og deiliskipulagstillagna, fjallar um þær og hefur eftirlit með því að skipulagsákvæði séu virt.
Ráðið fer með málefni sem tengjast meðal annars framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, umferðar og samgöngumál, umhverfismál, bruna- og almannavarnarmál, veitumál, garðyrkju og opnum svæðum.
Ráðið fer einnig með málefni hafna sveitarfélagsins svo sem rekstur hafnarmannvirkja auk eftirlits- og öryggismála.
Ráðið fer með málefni sem tengjast rekstri hafnarmannvirkja í sveitarfélaginu og vinnur í samræmi við hafnalög nr. 61/2003 og jafnfram eftir reglugerð um hafnir Norðurþings nr. 177/2011. Hafnir innan sveitarfélagsins eru þrjár, á Húsavík, Kópaskeri og á Raufarhöfn.
 
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs: Elvar Árni Lund
Skipulags- og byggingarfulltrúi: Gaukur Hjartarson  
Rekstrarstjóri hafna: Kristinn Jóhann Ásgrímsson