Fara í efni

Miðjan hæfing og dagþjónusta

Miðjan hæfing og dagþjónusta

Hæfing og dagþjónusta - Miðjan

Forstöðumaður: Guðrún Margrét Einarsdóttir sérkennari, hefur umsjón með öllu daglegu starfi. 
Staðsetning: Sólbrekka 28, 640 Húsavík 
Sími: 464-1664

Sunna Mjöll Bjarnadóttir Yfirþroskaþjálfi. Hefur til dæmis umsjón með atvinnu með stuðningi og frekari liðveislu.

Opið alla daga frá 10:00 - 16:00

Miðjan er til húsa í Sólbrekku 28 og er fyrir 18 ára og eldri.

Miðjan er hæfing og dagþjónusta fyrir fatlað fólk með þroskaröskun sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð. Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Í Miðjunni er unnið eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn (gentle teaching). Notendur okkar eru einstaklingar með fjölbreyttar andlegar og líkamlegar skerðingar.

Í hæfingu og dagþjónustu er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun ásamt því að að starfa eftir áhugasviði og færni hvers og eins. Helstu verkefni eru skapandi starf, afþreying, matseld og ýmis önnur heimilisstörf ásamt hæfingu.

Einkunnarorð Miðjunnar eru: Virðing, vinátta og vellíðan.

Reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu

Umsóknareyðublað má finna hér.